Megadeth - So far so good......So what? Ég ætla nú ekki að rita langa grein um þessa hálfmisheppnuðu tilraun þeirra Megadeth manna til að viðhalda snillinni sem “peace sell´s” var og er.

Þegar hér er komið við sögu er kominn nýr gítarleikari að nafni Jeff Young. Ekki veit ég hvað stóð til, en sá gaur hefur ekkert að gera með þetta band. Hann skilur ekkert eftir sig og gefur ekkert frá sér.

Track Listi:

1. Into the Lungs of Hell [instrumental] (Mustaine)
2. Set the World Afire (Mustaine)
3. Anarchy in the U.K. (Cook/Jones/Matlock/Rotten)
4. Mary Jane (Ellefson/Mustaine)
5. 502 (Mustaine)
6. In My Darkest Hour (Ellefson/Mustaine)
7. Liar (Ellfson/Mustaine)
8. Hook in Mouth (Ellfson/Mustaine)


Á þessari plötu er Mustaine greinilega að losa frá sér einhverja meiriháttar reiði og vonsvikni í garð x kærastna, látna vina, kerfið sem beilaði á þeim og það að hann skyldi hafa ekið undir áhrifum.
Öll lögin eru stíf og frekar leiðinleg, “In my darkest Hour” er reyndar fallegt lag sem hann samdi um Cliff Burton vin sinn sem lést eins og flestir vita í rútuslysi þegar Metallica voru að túra um Evrópu (minnir mig, ekki fleima mig ef það er vitlaust).
Coverið af Sex Pistol´s punk ass hardcore rebel laginu “Anarchy in the U.K” er gersamlega misheppnað, sett upp með týpiskum Megadeth riffum og Mustaine fer ekki einu sinni með réttan texta….

Credit Listi:

David Ellefson - Guitar (Bass), Vocals (bckgr)
Paul Lani - Producer, Engineer
Dave Mustaine - Guitar (Acoustic), Guitar (Rhythm), Vocals, Producer
Michael Wagener - Mixing
Jeff Young - Guitar (Acoustic), Guitar, Guitar (Rhythm)
Chuck Behler - Percussion, Drums


Ekkert gott um hljóðfæraleik þeirra manna að segja nema helst Ellefson sem stendur sig sem fyrr með prýði, Mustaine hefði átt að sprauta sig einni sprautu minna fyrir hverja töku….

Ég held að ef einhver fíli þessa plötu er það eingöngu vegna þess að þeir eru hardcore aðdáendur. Eða af því að coverið er helvíti flott.

Misheppnuð tilraun

Ég gef henni * af *****
ibbets úber alles!!!