Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Önnur ævisaga svona til að vera með :D (6 álit)

í Eve og Dust fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þetta er sagan af honum Kel'Thuzar ljóta sem fæddist Minmatar Brutor þann 27. september. Strax og hann fæddist leist honum ekkert á Minmatar regionið og forðaði sér hið snarasta … Eins ofbeldisfullur og hann var þá náttúrulega þurfti hann að skjóta á allt sem hreyfðist, þar á meðal plánetur og lögguskip. Vopnaður flottu Reaper skipi forðaði hann sér með von um betra líf. Stuttu seinna hitti hann corp sem kallar sig Obnoxios Inc og þeir tóku Kel'Thuzar og slóu hann undan undir og sögðu honum...

Virðing og tillitssemi farin fyrir bí (97 álit)

í Half-Life fyrir 20 árum, 10 mánuðum
Eftir tíma og tölvuleysi bæði vegna skóla og tilhneigingar tölvu minnar til að gefa mér falleg villuskilaboð komst ég til að spila DoD v1.0 á dögunum. Þegar ég komst svo loksins inn á íslenskan server og þessi yndislegi leikur hófst fékk ég svipaða gleði og hrifningartilfinningu og þegar maður var að prófa DoD í fyrsta sinn og einnig DoD betu 2.0. Þarna hafði fæðst nánast nýr leikur og var maður enn í hálfgerðri vímu bæði vegna þess að maður hafði verið að skoða skjáskot og vídeómyndir úr...

Half-Life ekki til á landinu. CD Key in use (27 álit)

í Half-Life fyrir 22 árum, 6 mánuðum
Hér er einn gullmoli Með vaxandi aðgangi að ADSL, loftneti eða öðrum góðum tengingum virðist sem online Half-Life ( CS/DOD og annað )spilurum hafi töluvert fjölgað. En þessu fylgir ákveðið vandamál. Þeir aðilar sem hingað til hafa komist upp með að fá “lánaðan” cd key hjá vinum eða kunningjum til að geta spilað á lönum og öðrum samkomum lenda heldur betur í vandræðum. Nú er þeirra CD Key í notkun og ekkert annað að gera en að rölta út í búð og versla sér CD Key ( er ekkert annað því...

Bréf frá Bill Gates (23 álit)

í Windows fyrir 22 árum, 6 mánuðum
19. Júní 2000 Kæru íbúar jarðar: Ég er Bill Gates, stofnandi Microsoft, og ríkasti maður heims. Með meiru! Venjulega myndi ég ekki leggjast svo lágt að tala við almúgann (Veit ekki, held að það sé út af einhverju réttlætanlegu mikilmennskubrjálæði ), en í þetta sinn geri ég undantekningu, vegna þetta að Bandaríska ríkisstjórnin ( sem er TÆKNILEGA séð ríkari en ég) er að reyna að gera eitthvað læmt við þig, neytandann, og, mikilvægara, við mig! Stjórnin er að reyna að skipta upp Microsoft!...

Tilheyra ISP hosting fortíðinni til? (16 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nú hljóta dagar ISP vefsíðuvisturnar fljótlega að vera taldir. Þar sem ADSL og aðrar sítengingar eru að verða svo algengar að fólk með einhverju viti fer bara að vista vefi sína sjálft og fyrir nánustu ættingja. Hvað verður þá um ISP hostinn… ætli það verði bara svona fyrirtækjabatterí fyrir fyrirtæki sem ekki hafa fjármagn eða þekkingu til að vera með sinn eiginn vefþjón. Nú er komið nýtt árþúsund og ný öld og nýjir tímar… (arg… minns var fæddur á síðustu öld ) því fylgja væntanlega...

Stéttarfélag fyrir vefara (8 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 7 mánuðum
Nú hefur maður verið að fylgjast með umræðu um stofnun stéttarfélags fyrir vefara og grafíkara. Mér persónulega finnst þetta löngu tímabær hugmynd, ég meina… verslunarmenn eru með stéttarfélag og verkamenn, rafiðnaðarmenn og fleiri. Hvers vegna ekki vefarar. Mikið hefur verið talað um að á meðan vefsprengingin átti sér stað voru laun vefara himinhá en hafa svo lækkað. Ég tel að stofna þurfi stéttarfélag fyrir okkur svo ekki verði labbað yfir okkur. Hver kemur í veg fyrir að vefaralaun verði...

Rót hugmyndaflæðis (29 álit)

í Grafísk hönnun fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sælir Hugar Stóra spurningin sem ég hef verið að velta fyrir mér. Þið hörðustu graffarar, hvað er ykkar HUGArástand þegar þið fáið góðar hugmyndir. Ég hef mikin áHUGA á grafík en einhvern veginn finnur maður aldrei góða hugmynd. Þetta er ég búinn að reyna: Finna munstur á táneglunum mínum þegar ég er í baði. Berja hausnum í lyklaborðið. Berja lyklaborðinu í hausinn. Fara á HUGI.is/grafik. Spyrja 118. Fékk bara númerið hjá einhverju geðlækni. Ykkar hjálp og skoðanir eru vel þegnar.

Internetið búið að ná hámarki? (21 álit)

í Vefsíðugerð fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Sælir hugar Ég hef stundum velt því fyrir mér þegar ég er að “browsa” internetið, hvort internetið hafi náð hámarki sínu og sé á niðurleið. Auglýsingarnar svoleiðis flæða yfir mann þegar maður er í sakleysi sýnu að reyna að finna kökuuppskrift fyrir mömmu. Eitt skipti fór ég á vef sem innhélt upplýsingar fyrir vefara og þegar ég vogaði mér að loka glugganum þegar ég hafði lokið lestri opnuðust 10 - 20 aðrir gluggar sem bentu mér á hagstætt tilboð í Vegas. Annar sagði mér að ég væri kannski...

Veldi Microsoft (11 álit)

í Windows fyrir 22 árum, 8 mánuðum
Ég veit ekki hvort margir eru sammála mér í þeim efnum að Microsoft sé að gera mistök varðandi öryggiskóðans í Windows XP. Ef maður hugsar út í það, þá græða þeir í raun á því að Windowsinu sé stolið. Tökum sem dæmi, maður fær ólöglega útgáfu af Windows og notar og lærir á þetta stýrikerfi. En svo kemur af því að þessi sami maður vill gera meira. Hann fer og kaupir fullt af Microsoft vörum, því jú auðvitað er hann að keyra Windows. Office, allir þessir SideWinder stýripinnar og fjarstýrðar...

Hvað varð um LS-120? (10 álit)

í Vélbúnaður fyrir 22 árum, 9 mánuðum
Sælir Hugar Hef hef verið að velta því fyrir mér hver stýrir því hvaða tölvubúnaður kemur til landsins. Maður hefur lesið um vélbúnað í erlendum tímaritum og á netinu en einhvern vegin virðast sumir hlutir hreinlega ekki rata til landsins. Ég nefni til dæmis LS-120 drifin sem held ég áttu að leysa af hólmi Floppy. Svonefnd SuperDisk Technology sem rýmdi 120 MB á hvern disk. Það hlýtur nú að vera betra heldur en þessir löngu úreltu 1,44 MB Floppy diska. Og aðeins skárra en að hafa 600 - 700...

Vesen á símaframleiðendum (10 álit)

í Farsímar fyrir 22 árum, 11 mánuðum
Sælir Hugar Ég tók nú nokkuð vel í það þegar Nokia tilkynnti að þeir væru að fara að framleiða nýja síma. t.d. 6210 & 3310. Allt gott og blessað með það. Svo var ég að skoða BT blaðið og þá er víst kominn 3330 sem er alveg eins og 3310 nema að 3330 er með WAP og einhverju smáræði í viðbót. Nú er ég viss um það að einhverjir sem keyptu 3310 bölva einhversstaðar út í horni. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna símaframleiðendur framleiði símana þannig að hægt sé að uppfæra þá. Svo að símarnir...

Cambridge SoundWorks (9 álit)

í Vélbúnaður fyrir 23 árum, 1 mánuði
Sælir Hugar Mig langar til að deila með ykkur reynslu minni á þessum yndislega hlut sem heitir Cambridge SoundWorks. Ég komst fyrst í tæri við vörur frá þessu fyrirtæki þegar ég fékk mér litla sæta hátalara til að hafa við 200 MHz tölvuna mína. Betra hljóð hafði ég sjaldan heyrt. Eins og venjulega verður maður “hooked” á merki ef manni líkar vel við vörurnar. Á dögunum var ég að kaupa mér Desktop Theater 5.1 DTT3500 Digital. Mjög fallegur pakki. En þar sem verðið var frekar lágt bjóst ég...
  • Síður:
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok