Sælir Hugar

Mig langar til að deila með ykkur reynslu minni á þessum yndislega hlut sem heitir Cambridge SoundWorks. Ég komst fyrst í tæri við vörur frá þessu fyrirtæki þegar ég fékk mér litla sæta hátalara til að hafa við 200 MHz tölvuna mína. Betra hljóð hafði ég sjaldan heyrt. Eins og venjulega verður maður “hooked” á merki ef manni líkar vel við vörurnar.

Á dögunum var ég að kaupa mér Desktop Theater 5.1 DTT3500 Digital. Mjög fallegur pakki. En þar sem verðið var frekar lágt bjóst ég ekki við dúndrandi gæðum. Ég hefði betur þagað þegar ég lét þessi orð út úr mér. Önnur eins gæði hef ég ekki heyrt og er enn að reyna að ná brosinu af andliti mínu. Í þessum pakka er meðal annars fjarstýring, fallegir standar fyrir surround hátalara, front á decoderinn, á decodernum var inngangur fyrir ljós, coax, Digital Din, og fleira. Einnig á ég Samsung DVD-709 sem er með Digital Coax útgangi fyrir hljóð sem einnig passaði mjög vel við þessar nýju græjur. Auðvitað var Matrix settur í. Þarna sat ég í stofunni minni og var agndofa yfir því hversu góð gæði voru í þessum litlu hátölurum. Ég segi betra en í bíó.

Þá spyr ég, hvernig i andskotanum geta þeir framleitt svona góðar græjur og selt þær á svo lágu verði???

Ég mæli með þessu eða DTT4500 Dolby Digital

Kveðja