Eftir tíma og tölvuleysi bæði vegna skóla og tilhneigingar tölvu minnar til að gefa mér falleg villuskilaboð komst ég til að spila DoD v1.0 á dögunum. Þegar ég komst svo loksins inn á íslenskan server og þessi yndislegi leikur hófst fékk ég svipaða gleði og hrifningartilfinningu og þegar maður var að prófa DoD í fyrsta sinn og einnig DoD betu 2.0. Þarna hafði fæðst nánast nýr leikur og var maður enn í hálfgerðri vímu bæði vegna þess að maður hafði verið að skoða skjáskot og vídeómyndir úr HL2 og einhvernveginn blandaði þessu saman í huganum.

Eftir nokkrar umferðir og enn í hálfgerðri vímu var ég eiginlega búinn að fá nóg hvernig ónefndir aðilar voru að kasta skömmum í þá sem sæju um þennan þjón og voru að skammast yfir því að ekki væri búið að stilla þjóninn rétt og ekki búið að hinu og þessu. Það var eiginlega fátt sem þeir kvörtuðu ekki yfir. Hvort sem það var veðrið í leiknum eða laggi hjá OgVoddaFokk, eða hvað sem það nú heitir, allt var týnt til.

Þá fór ég að velta því fyrir mér, hvert hefur öll virðingin farið. Ég man bara þá blómatíð þegar DoD var enn í betu 1.x og allir voru hamingjusamir og allir sögðu gg eftir leik sama hversu illa þeim gekk. Kannski er ég bara svona gamaldags en fyrr má nú aldeilis fyrr vera.

Til að ljúka þessum pælingum mínum langar mér til að varpa nokkrum spurningum til þeirra sem málið varða:

Gerið þið einhverja grein fyrir því hvaða vinna liggur að baki því að halda upp einum svona server? Og auk þess held ég að þið gerið ykkur grein fyrir að í flestum tilvikum er þetta allt saman sjálfboðavinna því jú það er víst betra að gefa en að þiggja.

Hafið þið einhverntíman spáð í því hvað þessi spilun er miklu skemmtilegri þegar virðing og tilitssemi er höfð í hávegi? Það eitt að óska mótspilaranum til hamingju með flotta grensu ( hann kannski náði að grensa alla í hinu liðinu ) gerir yfirleitt gæfumuninn.

Jæja
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra en þetta er efni sem vert er að spá aðeins í áður en að maður fer að skammast eitthvað .

Bestu kveðjur
einsi a.k.a. [-=HB=-]SkidRow