Sælir hugar

Ég hef stundum velt því fyrir mér þegar ég er að “browsa” internetið, hvort internetið hafi náð hámarki sínu og sé á niðurleið. Auglýsingarnar svoleiðis flæða yfir mann þegar maður er í sakleysi sýnu að reyna að finna kökuuppskrift fyrir mömmu. Eitt skipti fór ég á vef sem innhélt upplýsingar fyrir vefara og þegar ég vogaði mér að loka glugganum þegar ég hafði lokið lestri opnuðust 10 - 20 aðrir gluggar sem bentu mér á hagstætt tilboð í Vegas. Annar sagði mér að ég væri kannski nú þegar búinn að vinna milljón dollara, eina það sem ég þyrfti að gera er að smella hér, hér, hér, slá inn e-mail hér, smella hér, hér, hér og hér.

Ég rakst eihvern tíman á vafri mínu á flash fyrirlestur um markaðsfræði sem mér fannst mjög fræðandi og hef notað hugtök úr þessum fyrirlestri nokkrum sinnum. Samkvæmt þessum hugtökum fer internetið að líða undir lok. Internetið er þetta líka svaka æði sem byrjaði fyrir svona skirka 10 árum. Nú hefur verið það mikil þennsla í notkun netsins að eftir svona 10 ár spái ég því að internetið verði ekki til í þeirri mynd sem það er nú.

Mín hugmynd um internet árið 2011 hafi hafi hlutir eins og sími, fax, sjónvarp, og annar miðill runnið saman í hið nýja internet. Svona Star-Trek hugmyndafræði á bak við þetta.

Mér persónulega finnst internetið í dag LEIÐINLEGT. Það er eins og 80 ára kelling sem situr í bikini fyrir framan hjólhýsið sitt, sötrar Martini og glápir á Jerry Springer.

Ef ykkur mislíkar þessi skrif eða hafið fengið hláturskast og lamið hausnum í lyklaborðið, skal ég glaður taka á móti gagnrýni

Kveðja
einsi