Sælir Hugar

Ég tók nú nokkuð vel í það þegar Nokia tilkynnti að þeir væru að fara að framleiða nýja síma. t.d. 6210 & 3310. Allt gott og blessað með það. Svo var ég að skoða BT blaðið og þá er víst kominn 3330 sem er alveg eins og 3310 nema að 3330 er með WAP og einhverju smáræði í viðbót. Nú er ég viss um það að einhverjir sem keyptu 3310 bölva einhversstaðar út í horni. Þess vegna skil ég ekki hvers vegna símaframleiðendur framleiði símana þannig að hægt sé að uppfæra þá. Svo að símarnir verði ekki úreltir eftir nokkur ár eða mánuði. Það væri til dæmis mjög kúl ( ég á tildæmis 6150 ) að geta farið út í búð og sagt: “ég ætla að fá WAP uppfærslu í símann minn” eða eitthvað því um líkt. Hvort að þetta hækki verðið á símanum er líklegt en hey…. þetta væri kannski ódýrara heldur en að þurfa að kaupa alltaf nýjan og nýjan síma með öllum þessum nýjungum.

Kær símakveðja.
einsi