Bréf frá Bill Gates 19. Júní 2000

Kæru íbúar jarðar:

Ég er Bill Gates, stofnandi Microsoft, og ríkasti maður heims. Með meiru!

Venjulega myndi ég ekki leggjast svo lágt að tala við almúgann (Veit ekki, held að það sé út af
einhverju réttlætanlegu mikilmennskubrjálæði ), en í þetta sinn geri ég undantekningu, vegna þetta að Bandaríska ríkisstjórnin ( sem er TÆKNILEGA séð ríkari en ég) er að reyna að gera eitthvað læmt við þig, neytandann, og, mikilvægara, við mig! Stjórnin er að reyna að skipta upp Microsoft!

(Þegar ég segi “Ríkasti maður í alheiminum”, þá meina ég “Ríkasti maður allra tíma, í sögu mannkyns”. Bara svo við séum með það á hreinu.)

Hvað með það, núna ertu örugglega að hugsa með sjálfum þér:

1) “Vá, gaurinn er nokkuð einlægur! Kannski ætti ég að taka betur eftir því sem hann er að segja, í staðinn fyrir að stimpla hann sem vælandi, örvæntingarfullan silljónera sem mun gera hvað sem er til að halda sínu fáránlega peningaflæði gangandi.”

2) “Hver trúir því að þessir orðrómar sem ég hef heyrt um að hann fari í sturtu með tveggja vikna millibili, og mæti á stjórnarfundi lyktandi eins og úldinn ruslagámur séu sannir? Hann hugsar um fólk eins og mig!”

3) “Hvernig getur sundurliðun Microsoft verið slæm fyrir mig?”


Jæja, til þeirra sem vita staðreyndir málsins, þá er augljóst að sundurliðun Microsoft myndi vera hræðileg fyrir neytendur!

Sjáðu til, allur hugbúnaður sem við gefum út, inniheldur milljónir lína af “kóða”, - þetta ólesanlega bull sem aðeins tölvan ( og við hér hjá Microsoft) skiljum! Mest allur þessi “kóði” er þarna til þess að segja tölvunni hvað hún á að gera! En lítill hluti af þessum “kóða” er hannaður til að gera nokkuð miklu meira spennandi í tölvunni þinni, eins og:

1) Þýða öll Microsoft Word skjöl frá ensku yfir í swahili, eða forna sanskrít, eða þessa flottu “Wingding” leturgerð sem enginn veit til hvers er!

2) Skrá þig og alla sem nota Microsoft Outlook Address Book í óafturkallanlega, þriggja ára áskrift að Microsoft Network!

3) Láta Microsoft Excel í vinnunni þinni, taka eina krónu af öllum reikningum og vista það í skránna “My-Embzzle$” og senda það síðan til yfirmanns þíns!

Nokkuð hræðilegt, eh? Hugsuðu þessir villimenn í Dómsmálaráðuneytinu um af þessum afleiðingum þegar þeir hugsuðu upp þessa sundurliðun?! Ég held ekki!

Auðvitað er ég ekki að segja að þessir hlutir gerist upp á eigin spítur - fyrst verðum við að senda út fyrirfram ákveðið merki til tölvunar þinnar frá höfuðstöðvum okkar - en af hverju að taka áhættuna?

Ekki misskilja mig, þetta eru ekki hótanir! “Hótanir” eru rangar; hótanir eru ekki árangursríkar; hótanir bera ábyrgð á því að ríkisstjórnin verði meira pirruð heldur en þeir eru nú! Sendum þeim bara “tæknispá” frá “nafnlausum upplýstum aðila!”

Þú hefur vald til að koma í veg fyrir að þetta geti nokkurn tíman gerst! Allt sem þú þarft að gera er að skrifa, faxa eða senda e-mail ( með Microsoft Outlook auðvitað ) til þingmanna Bandaríkjastjórnar, borgarstjóra, eða hvern sem er! - og segðu þeim hversu fáránleg, fáránleg hugmyndin um sundurliðun Microsoft er! (Minntu þá líka á að við getur skoðað innihald harðadiskana í tölvunum hjá þeim!)

Svona í lokin langar mér að segja: Megi “Blái skjár dauðans” eigi heimsækja þig á Windows tölvunni þinni, eða allavegana ekki oftar en hann gerir núna ( sem myndi ekki gerast ef þú gerir nákvæmlega það sem ég segi!)

Með bestu-eftilíkt-ekki-hótandi kveðju

William “Bill” H. Gates
Ríkasti maður í öllum alheiminum