Nú hefur maður verið að fylgjast með umræðu um stofnun stéttarfélags fyrir vefara og grafíkara. Mér persónulega finnst þetta löngu tímabær hugmynd, ég meina… verslunarmenn eru með stéttarfélag og verkamenn, rafiðnaðarmenn og fleiri. Hvers vegna ekki vefarar. Mikið hefur verið talað um að á meðan vefsprengingin átti sér stað voru laun vefara himinhá en hafa svo lækkað.

Ég tel að stofna þurfi stéttarfélag fyrir okkur svo ekki verði labbað yfir okkur. Hver kemur í veg fyrir að vefaralaun verði komin niður í ekki neitt eftir smá tíma. Inn í því félagi gætu verið grafíkarar og aðrir sem koma netinu við.. svo sem umsjónarmenn internetþjóna.

Mér þætti gaman að sjá viðbrögð við þessu. Látið heyra í ykkur og krefjumst réttar okkar.

Kveðja
einsi