Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Virða skaltu náunga þinn og láttu hann virða þig!

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
“það er útafþví að tunglið er raunverulegt en ekki trúarlegt.” En AF HVERJU á önnur rökfræði að gilda um trú? Af þvú að hún er “trúarleg”? Sorry en það bara svarar alls ekki spurningunni. Ég veit að trúarbrögð eru ekku rökrétt, það er heila málið.

Re: Virða skaltu náunga þinn og láttu hann virða þig!

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Sko þetta virkar soldið furðulega á mig. Annaðhvort er guð til eða ekki(ok hann reyndar er ekki til). Það er ekkert millistig. Það er ekkert “ef ég trúi því þá er það satt”. Þannig hugsanagangur er bull. Þótt ég “trúi” því að tunglið sé úr osti þá breytir það ekki þeirri staðreynd að tunglið er bara alls ekkert úr osti. Af hverju ætti eðlileg rökfræði ekki að gilda um trúarbrögð? “En það sem skiptir máli er ef við hefðum ekki lært þessar frábæru reglur. 1. Að fyrirgefa skal náunga þínum(Ef...

Re: Silfrið að hætta

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Viltu gjöra svo vel að skrifa nafnið að minnsta kosti rétt, mér og nafna mínum til heiðurs. Ótrúlegt að íslendingar virðast margir ekki kunna að skrifa þetta nafn, hefur bara fylgt þjóðinni frá upphafi.

Re: ...en friðinn vilja þeir ekki.

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Geiri er þér alvara? Þú gerir þér grein fyrir því að það voru palestínumenn fyrir á landinu sem ísraelar fengu er það ekki? Þú gerir þér líka grein fyrir því að landsvæðið sem ísraelar fengu úthlutað er 33% af því landi sem þeir ráða yfir í dag er það ekki? “Hver veit nema Ísrael hefði bara ekki stolið neinu ef að Palestínumenn hefðu ekki verið með þetta gyðingahatur sitt.” Það var alltaf ætlun ísraela að ná meira landi, það kom “gyðingahatri” palestínumanna ekkert við.

Re: Bankarán við Eiðistorg

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Fólkið “þurfti” ekki áfallahjálp heldur er þetta orðin vinnuregla í dag.

Re: ALI

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ég ætla ekki að þykjast geta svarað því hvað sé að okkur en mig langar að segja eitt. Þú spyrð Hvenær við fórum af réttu leiðinni. Ég spyr hvenær vorum við á réttu leiðinni? Í sögu nánast allra menningarvelda, hervelda og landa og jafnvel þorpa sem þekkt eru í dag getum við séð blóði drifna fortíð, nútíð eða framtíð. Ég er alls ekki að réttlæta þetta enda hef ég hvorki stöðu né vilja til þess og ég skil algjörlega hvað þú ert að fara. Mig langaði bara að benda á þetta. Þú hefur séð t.d....

Re: Þetta snýst ekki um konur eða karla !

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
En sá sem er með BA próf er með töluvert meiri og betri menntun heldur en þeir sem klára tölvubraut í iðnó. Þar af leiðandi dæmist hann alltaf hæfari en sá sem útskrifast úr Iðnó. Og ekki spyrja mig hvort ég þekki það sem er kennt í iðnó, ég þekki marga sem hafa útskrifast þaðan og ég verð reyndar að segja að þeir eru flestir fúlir yfir því að hafa lært þar því þeim fannst það ekki nógu góð menntun persónulega. Sem stúdent af félagsfræðibraut get ég sagt þér að þú kemst ekki inn í...

Re: Þetta snýst ekki um konur eða karla !

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Þú sagðir sjalfur að eftir að hafa klárað tölvunám í iðnskólanum þá væri maður nánast kominn með stúdentspróf. Nánast allir sem byrja í tölvunámi í háskólum í dag eru með stúdentspróf. Bs. próf eru töluvert hærra metinn heldur en stúdentspróf. Heldurðu í alvörunni að manneskja sem útskrifast úr HÍ eða HR af tölvunarfræðibraut sé jafn hæf og manneskja sem útskrifast frá Iðnó? Ég þekki enga 15 ára gamla manneskju sem getur byrjað að læra í HÍ eða HR en aftur á móti gæti litli bróðir minn...

Re: Kona í nauð.

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Er samfylkingin vinstri flokkur? Alveg hefur það farið framhjá mér. Þetta er einn stefnulausasti flokkur sem ég hef séð í lengri tíma.

Re: Hatur úr kaldastríðinu !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ehh nei, ég sagði að þessi lönd ættu olíuhagsmuni á þessu SVÆÐI, það eru fleiri lönd heldur en Írak á persaflóasvæðinu.

Re: Hatur úr kaldastríðinu !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 8 mánuðum
ég hefði getað orðað þetta betur, ég meinti að ef bna menn færu að nýta olíuna, sér og þeirra leppum til hags.

Re: Hatur úr kaldastríðinu !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Nei sagði ég að ég héldi það?

Re: Drápsæði og blóðþorsti Íslendinga

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Geiri minn þú hefur nú verið manna duglegastur að fullyrða út í loftið sjálfur.

Re: Hatur úr kaldastríðinu !

í Stjórnmál fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Heldurðu í alvörunni að frakkar, þjóðverjar og rússar hafi verið á móti stríðinu útaf því að ástæður fyrir innrásinni voru loðnar? Þessar þjóðir eiga gríðarlegra olíuhagsmuna að gæta á þessu svæði og sáu fram á að geta ekki nýtt sér þá ef bandaríkjamenn færu að leyfa írökum að nýta olíuna sína eftir stríðið.

Re: Viggó viðutan

í Myndasögur fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Frábærar bækur, frábærar teikningar og ótrúlegt hugmyndaflug alltaf hreint. Ég dýrka Franquin, Viggó, Svalur og Valur, Gormurinn, sveppaprófessorinn. Endalaust fyndið allt saman.

Re: Drápsæði og blóðþorsti Íslendinga

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Geiri auðvitað skutu þeir í áttina að hermönnum! En það neitar því engin að þessir menn voru meira virði lifandi en dauðir. BNA menn héldu að dauði þeirra mundi veikja mótstöðuna sem þeir mæta en aftur á móti þá hefur hún aldrei verið meiri. “Annars hefðu þeir líklega framið sjálfsmorð frekar en að láta ná sér hvort sem er.” Þetta er eitthvað sem við vitum ekkert um og getum aldrei vitað neitt um og eigum ekki að vera að giska eitthvað út í loftið á þetta.

Re: Drápsæði og blóðþorsti Íslendinga

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ætlar þú að segja mér að 400 hermenn geti ekki handsamað 3 fullorðna menn og eitt barn lifandi? Þegar þessir 400 þrautþjálfuðu og frábæru hermenn sáu framá að það tæki þá meira en fimm minútur að sundurskjóta húsið þá var kallað á þyrlur með FLUGSKEYTI. Auðvitað voru þeir með skotvopn, og hvað vitum við um hvort þeir hafi ætlað að láta ná sér lifandi. Ég hló þegar BNA menn reyndu að halda því fram að 3 menn hafi náð að sýna “öfluga mótspyrnu” gegn 400 manna þungvopnuðu herliði auk árásarþyrla.

Re: Drápsæði og blóðþorsti Íslendinga

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Fyrir það fyrsta þá braut þetta í bága við genfarsáttmálann. Í öðru lagi þá hefði verið betra fyrir alla aðila að ná þeim lifandi og reyna kannski að fá einhverjar upplýsingar frá þeim.

Re: Metallica - Master of Puppets

í Metall fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Ef þú vilt ekki láta svara þér skaltu sleppa því að senda inn á SPJALLþræði. Stafsetning dæmir sig og svarið þitt sjálf.

Re: Bandarískur prestur myrtur í fangelsi

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
En ef ekki hefði verið gripið til ofbeldis til að byrja með þá hefði ekki þurft að grípa til þess til að enda styrjaldirnar.

Re: Re: Bandarískur prestur myrtur í fangelsi

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Telur þú að hlýðni sé best kennd með ofbeldi? Held að flestir sálfræðingar heimsins í dag séu ósammála þér.

Re: Metallica-Garage Inc að Robert Trujillo/St. Anger

í Metall fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Takk fyrir góðar greinar félagi. Eitt langar mig nú að leiðrétta hjá þér. Kirk Hammet er ekki af St. Christopherstrú heldur gengur hann oft um með nisti(hálsmen) sem er af heilögum kristófer, verndara ferðalanga. Kirk er eftir því sem ég best veit kaþólskur. Hann byrjaði að vera með þetta nisti þegar hann byrjaði að sörfa því heilagur kristófer á líka að sjá um að menn snúi heilir heim úr ferðum. James sá þetta nisti og var eitthvað að pæla í þessu og svo stuttu seinna datt útúr honum...

Re: Metallica-Garage Inc að Robert Trujillo/St. Anger

í Metall fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Mikið efast ég rooooooooosaleg mikið um að Kamen hafi fengið Hendrix með sér í sama verkefni!!! Nema hann sé þá svona helvíti öflugur miðill.

Re: Metallica - Master of Puppets

í Metall fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Hetfield samdi textan með kókaínfíkn í huga. Svolítið kaldhæðnislegt í ljósi þess að um 10 árum eftir að lagið kom út þá fóru hammet og ulrich ekkert í felur með kókaínneyslu sína. Og mikið vorkenni ég þeim aðilum sem eru neyddir til að lesa þessar greinar, þetta hlýtur að vera erfitt líf. Einhver standandi yfir manni endalaust að neyða mann til að lesa greinar sem maður hefur ekki áhuga á ha!

Re: Bandarískur prestur myrtur í fangelsi

í Deiglan fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Geturðu nefnt mér einhver vandamál sem ofbeldi hefur leyst? Heldurðu að ofbeldi geti leyst vandamál sem kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum hefur skapað?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok