ALI Öll munum við eftir Ali, handalausi strákurinn sem varð fyrir því óláni að verða frelsaður af Busa og Dabba. 8. Ágúst s.l. var trúbadorkeppni á Rás 2 þar kom fram á sjónarsviðið mjög svo orðheppinn og flottur trúbador að nafni Jakob Viðar Guðmundsson.
Söng hann og spilaði lag eftir sjálfan sig sem hefur hljómað annað slagið í Rokklandi hjá honum Óla Palla. Eftir að hafa hlustað á lagið fann ég mig tilneyddan til að deila þessum orðum Jakobs með ykkur, gargandi snilld. Njótið vel :)

ALI

Ali, nú ertu frjáls
En varla nema til háls
Þótt við í nafni mannúðar
Við sprengdum af þér hendurnar
Og lappirnar á þér séu skaðbrenndar
Þá viljum við að þú vitir
Að við erum bara að bæta þinn hag
Við erum svo full af manngæsku,
mildi og með svo gott hjartalag.

En Ali víst ertu frjáls
Og fyrir bestu þíns eigin sjálfs
Að missa hann pabba þinn
Og mömmu þína og ófæddann bróður þinn
En svona er hann mildur kærleikurinn
En bíddu við við erum í beinni
Og nú fer eitthvað að ske
Það verður smábið á loftárásum
Því nú kemur auglýsingarhlé

En Ali loks ertu frjáls
Með lýðræðið rýrt þétt um háls
En við bætum þér skemmdirnar
Hann Halldór hann gefur þér hendurnar
Og Davíð hann drífur þig á lappirnar
Og lífið það blasir við þér
og verður þér eilífðardans
Sem nær hámarki þegar Bush reddar þér vinnu
á McDonalds

Texti; Jakob Viðar Guðmundsson


marbendill á málefni.com var með fyrirspurn um þetta lag ég gróf það upp og féll fyrir því.
“What is hell, if you cannot dream of heaven?” -Sandman