Viggó viðutan eftir meistarann Franquinn ætti að gefa út aftur. Þetta eru fínustu myndasögur sem er þess virði að kíkja á…
sjálfur á ég nokkrar bækur með honum, Þetta eru svona einnar blaðsíðu strípur eins og t.d. garfield.
helstu bækur eru til dæmis Glennur og glappaskot og mallað og brallað.
merkilegt finnst mér að hann vill flambera allt, meðal annars pönnukökur sínar og það kom honum í ímiskonar klandur einsog þegar var talið að hann hefði reint sprengjutilræði á forsetann…
Svo eiðileggur hann alltaf samninga herra Seðlans(skrítið nafn finnst ykkur ekki?)
allavega eru þetta afskaplega fyndnar myndasögur sem hafa(því miður)runnið sitt skeið á enda.
Þetta eru bækur sem vert væri að gefa svona 3 stjörnur eða 3 og hálfa.
allavega þá er þetta miklu skemtilegri myndasögur heldur en endalausar hetjur sem maður verður á endanum hundleiður á.