Hæhæ Gabbler, Þakka þér fyrir hrósið og nei, ég lít ekki á þetta sem skítkast. Takk fyrir að sýna áhugann. Hér koma svörin: 1. Það er rétt hjá þér að Wicca er nátengd göldrum. Hins vegar myndi ég ekki segja að Ásatrú flokkist undir galdra, eða Witchcraft eins og þú orðar það. Ásatrú leyfir galdra en þó þú sért ásatrúar ert þú ekki endilega norn. Hins vegar ef þú ert Wiccatrúar ertu norn. Druidismi er nátengdur göldrum, það er rétt, og galdrarnir þar eru mjög líkir því sem stundað er í Wicca,...