Galdur er fyrirfram ákveðin athöfn sem er notuð til að ná ákveðnu takmarki.
Hann er hægt að stunda einn eða í hóp með öðrum.
Galdurinn fer fram í þremur stigum:
1. Kalla fram orku
2. Mótun orkunar
3. sending orkunar á réttan stað.
Þess vegna er athöfnin fyrirfram ákveðin með orðum og hreifingum sem beinir huga þeirra sem taka þátt að því sem verið er að gera, svo að allir sem taka þátt séu samtaka í þessum þremur stigum.

Af þessu sést að ekki þarf að tengja galdur við trúarbrögð, það er þó oft gert þar sem guðir, gyðjur, dýrlingar, englar og aðrar yfirnáttúrulegar verur eru tengdar ýmsum huglægum hlutum, eins og: Afrodita eða Freyja eru ástar gyðjur og því er gott að ákalla þær ef um slíka hluti er að ræða.

Fæst trúar brögð fordæma Galdur í trúar ritum sínum, og mörg þeirra stunda galdur að einhverju leiti þó að þau kalli það öðrum nöfnum. T.d notar katholska kirkjan særingar við skírn, til að særa illa anda úr barninu áður en það er blessað og gefið guði. Kirkjan fór ekki að fordæma galdur fyrr en þeir rákust á trúarbrögð sem voru bygð að mikklu leiti á göldrum, þessi trúarbrögð höfðu sterk bönd í fólkinu og því þurfti að breita til að fá fólkið yfir til kirkjunar, þess vegna var skrattanum kennt um allan galdur og allur galdur sagður vera af hinu illa.

Margt af því sem fólk gerir ósjálfrátt í dag getur flokkast undir galdur, 7 9 13 og banka í borð t.d er mjög gamall galdur til að fæla burt allat illt, Íþróttalið sem alltaf setja hendur saman og hrópa sama orðið fyrir leik er að draga til sín orku til að vinna leikin, allt er þetta galdur að einhverju leiti þó að fólk viti ekki að það sé að gera neitt, það veit bara að það virðist virka

Það er ekki til neitt sem heitir svartigaldur eða hvítigaldur, það er ekki galdurinn sem er annað hvort góður eða slæmur heldur sá(sú) sem að gerir galdurinn, sem annaðhvort gerir galdurinn í góðum eða slæmum tilgangi.

Vona að þetta hafi skýrt einthvað út fyrir ykkur og ef ykkur finnst vanta einthvað þá endilega spyrja
K.V ICEFROG