Ég er með svolítið skrítið vandamál hérna.
Það er einhver eða einhvað sem býr hérna í húsinu hjá okkur sem ekki vill hafa okkur hjá sér.
Málið er að fyrir sumarfrí þá varð ég fyrst vör við þetta áþreifanlega og þetta er alltaf að ágerast.
Mig vantar hjálp til að særa þetta út, hvað á ég að gera eða hvert á ég að snúa mér?

Einn morguninn þegar ég var að fara að vekja börnin mín til að senda þau á leikskólann þá tók ég eftir því að dóttir mín 4 ára gömul var með handafar á rassinum eins og einhver hefði rassskellt hana, þetta handafar passaði ekki við neina handastærð á neinum hérna á heimilinu og einnig þá var eins og það mótaði fyrir naglaförum, svona eins og hún hafi verið rassskellt með handarbaki (ég tók mynd af þessu og á hana). Ég eiginlega veit ekki undir hvað ég flokkaði þetta atriði í huganum þetta var bara einhvað óskýranlegt. En núna eftir sumarfrí þá get ég ekki annað en rifjað þetta upp, ég er farin að vakna upp svona 3 -4 morgna alveg uppgefin eins og ég hafi lent undir valtara eða verið að standa í stórræðum á næturnar, ég er með marbletti um allan líkaman og er slöpp og ómöguleg. Það sem mér finnst soldið skrítið við þetta allt er að það er bara ég og stelpan sem lendum í þessu ekki kallinn eða strákarnir. Á einhver einhvert ráð fyrir mig ???????