Ég er búin að vera bæði full efasemda í nýja sambandinu en inn á milli er ég mjög sæl…það koma svona tímar að ef hann hringir ekki eða sendir færri sms en hann er búinn að vera vanur, þá fer ég að fyllast efasemdum og halda að hann missi einhverntímann áhugann á mér og segi mér upp. Mér er svo illa við sambandsslit sérstaklega þegar ég er viss um að hann er sá rétti!!! En svo er alltaf að koma í ljós að hann er alveg frábær og ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta hefur samt lagast núna og ég efast ekki lengur. Við pössum mjög vel saman, hann er í Krabbanum og ég er Meyja og það er prýðis blanda :) en það er eitt sem ég þarf alltaf að minna sjálfa mig á með Krabbann…og það er að hann skiptir um hin ýmsu skapgerðareinkenni, en það er bara í eðli þeirra og ég ætla að venjast því og elska þennan gæja eins mikið og jafnvel meira en ég geri í dag…svo af hverju er ég búin að eyða öllum mínum dýrmæta tíma í áhyggjur? Er það af því að skólinn úti á landi er að fara að byrja þann 9. sept? Ég var lengi vel með áhyggjur(kynntist honum 10. júlí núna)af því hvernig yrði á milli okkar á meðan ég væri á Akureyri…en hann segir:Hafðu engar áhyggjur, ég kem til þín og við förum á skíði :)" Svo er ég sjálf að safna inn á lifesaver sparireikning fyrir flugfeerðum…það geri ég með því að teikna andlitsmyndir fyrir fólk og fá greitt fyrir svo ég komist í flug ;) er það ekki bara snjallræði;)? Mér hefur gengið vel hingað til að teikna eftir ljósmyndum fyrir fólk ;) Var að græða 4000 kr. í vasann í dag því ég hannaði tvö tattú handa einni stelpu í vinnunni ;) Neiii, ég þarf sko ekki að hafa neinar áhyggjur af þessu öllu lengur, þetta er hið besta mál :) ég er bara búin að vera að eyða dýrmætum tíma í óþarfa áhyggjur! Svo fær hann frítt bensín á fyrirtækisbílinn sem hann notar ALL THE TIME og getur komið oft í heimsókn…hann elskar löng ferðalög eins og ég :D