Mjög vel orðað, Hrafnista. Ég var líka kristin, eins og þú. Mér líkaði aldrei illa við kristni þó svo ég hefði skipt yfir í Wicca. Wicca var einfaldlega það sem ég hafði alltaf trúað og alltaf viljað. Það eina sem mér fannst leiðinlegt við kristni, þ.e. biblíuna, var að aðrir guðir og önnur trúarbrögð voru bönnuð og fordæmd. Það gekk alfarið gegn minni persónulegu trú. Þessi klausa um að engin norn skuli fá að lifa er reyndar ekki upprunalega rétt (var breytt af King James III ef ég man...