Það hafa margar grýlusögur verið í gangi um kristni og þann boðskap sem kristnir menn eiga að standa fyrir hér á huga.is
Til útskýringar fyrir marga þá ákvað ég að senda inn grein um mína sýn á trú minni líkt og margir virðast hafa gert á undan mér, hvort sú trú teljist til wicca, islam, kristinnar, eða annarar trúar.
Aðal heimildir þessarar greinar eru teknar ú gamla testamentinu og því nýja, auk míns eigin innsæis á trúnni.

Ég er alveg jafn mannlegur og hver annar hér, og hef þar af leiðandi engann rétt til að dæma einn né neinn fyrir þær trúarskoðanir, kynferðim eða húðlit þess er ég ræði við.
En þar sem ég er eftir allt saman mannlegur þá verð ég að búast við ákveðnum vanköntum og takmörkunum frá mínum garði.

Ef ég er spurður, þá játa ég því fúslega að ég trúi á Guð, og að ég reyni eftir besta megni að fylgja orðuðum sendiboða hans, Jesú.
Sannur kristinn maður iðkar trú sína í einrúmi, og af hógværð, fjarri gliti og skrauti.
Hann lifir lífi sínu eftir reglum testamenntanna og virðir rétt annara til vals.
Hann trúir af sannfæringu hjartans, en ekki af ótta við dauða, svívirðingar, og sérstaklega ekki til að upphefja sjálfann sig eða sína.

Ekki halda því fram að þú getir snúið fólki til betri vegar með ógnunum og svívirðingum, hver sem þinn betri vegur er.
Kristinn maður á að lifa lífi sínu sem fordæmi fyrir aðra og leiðarljós fyrir alla til að fara eftir, ekki það að ég sé að upphefja sjálfann mig, því slíkt er of hrokafullt að mínu mati.
Munið, hægverska er dyggð. En munið betur að hægverska er engan veginn það sama og að láta troða á sér.

Ég veit að fólk er jafn mismunandi og það er margt, enda lítum nú bara á Guðstrúnna. Af hverju haldið þið að mennirnir hafi skipað sér í þrjár meginfylkingar í trú sinni á Guð, svo að ég tali ekki um undirfylkingarnar.

Það skiptir litlu hvort þú kallir Guð þinn YHWH, YHVH, ALLAH (Guðinn), eða þá bara einfaldlega Guð.
Öll þessi trúarbrögð hafa það sameiginlegt að leiðarljósi að þau trúa aðeins á einn Guð, Guð Abrahams.

Ef ég man rétt þá rekja Gyðingar ættir sínar til Jakobs, en íslam hefur talið sig til ættar Esaú.
Kristindómurinn lendir aftur á móti í smá krísu í þessum efnum, því ég man hreint út ekki eftir neinum sem þeir eiga að geta rakið sig til, nema þá kannski Páls Postula eða þá jafnvel Jesú sjálfs.

Aftur á móti, ef maður lítur lauslega á uppruna þessara trúarbragða. Þá sést nokkuð augljóslega, sérstaklega fyrir kristindúminn, að hann er uppruninn frá gyðingdómi.
Þar af leiðandi gætum við tengt okkur við Esaú, sem gæti verið nokkuð rétt þar sem honum var lýst í bókinni sem hávöxnum loðfíl (m.o.ö. vel hári vaxinn á bringu og höndum).
Sá böggull fylgir aftur á móti skammrifi að hann seldi frumburðarrétt sinn til Jakobs þegar hann svalt.
Og að auki þá stal Jakob, síðar nefndur Ísrael, blessun Ísaks föður síns frá honum.
Ekki miskilja mig, ég er ekki að reyna að vera með einhvern gyðingaáróður hérna. Því Esaú elskaði bróður sinn að lokum þrátt fyrir að hafa nánast útrýmt honum og hans þjóð.
Esaú var vegna blessunarinnar dæmdur til að vera þjónn Jakobs.
Þetta var örvæntingarfullt tímabil hjá Ísaki, þegar hann uppgvötvaði að hann hefði gefið röngum syni blessun sína, því hún var óafturkallanleg.
Aftur á móti, þá fékk Esaú þá blessun, að ef hann stæði fastur og vel að sínu, þá myndi blessun Ísraels fara yfir á hann og hans niðja.

Kristindómurinn inniheldur í dag, mikið magn fólks sem ég get ekki skilið hvernig það getur kallað sig til sömu trúar og ég. Sem má líklega leiða af miklu leiti til þess að menn hafi í fortíðinni verið tilneyddir, óviljugir, og ótilbúnir til að skipta um trú.
Hvort sem það var vegna spænska rannsóknarréttarins, nornabrenna, eða jafnvel samfélagslegs þrýstings.
Ef þið viljið ekki skipta um trú þá er það algerlega ykkar val, sumir minna bestu félaga virðast vera nokkuð trúlausir, og nokkrir virðast ekki vilja koma nálægt kirkjunni eða því sem hún stendur fyrir, og þá nefna þeir aðallega aðgerðir hennar í fortíðinni. Sem eru gild rök eins og hver önnur.
Samt sem áður þá eru þeir félagar mínir og ég skipti mér ekki að svona smáatriðum.
Og ekki ætla ég mér einusinni að reyna að snúa þeim fyrr en þeir telja sig tilbúna.

Vonandi var þessi grein fræðandi fyrir suma, og vonandi taka þeir sem þess þurfa hana til sín.
En ef þið sjáið eitthvað athugavert við skrif mín, endilega hafið samband. Ég er opinn fyrir öllu. Enda trúi ég því varla að allir geti verið sammála mér.

Friður sé með yður.

kv. -g