,, Í HÚSI FÖÐUR MÍNS ERU MARGAR VISTARVERUR“

Á þennann hátt talaði Jesús frá Nasaret til fólksins þegar hann var að reyna að útskýra fyrir því lögmál tilverunnar. Í dag myndi hann eflaust útskýra það sem að ég mun setja hérna fram um

,, Hin mörgu og mismunandi svið tilverunnar og vitundar mannsins”

Í dag getum við skilið þessa síðari skýringu vegna þess að vísindi 20. aldarinnar hafa sannað okkur að allt sem fyrirfinnst í alheiminum - að manninum meðtöldum - er gert úr mismunandi tegundum orku á mismunandi tíðnisviði.

Að mínu mati er tilgangur sköpunarverksins vöxtur á huglægu, tilfinningalegu og andlegu sviði.

EFNI - ORKA á sífellt hærra tíðnisviði.

Sviðin byggjast öll í kringum Jörðina.


1. JÖRÐIN EÐA EFNISSVIÐIÐ
Við lifum á jörðinni í efnislíkama en einnig í ljósvakalíkama og astallíkama(geðlíkama). Báðir h hinir síðarnefndu eru óefnislegir þar sem að þeir eru gerðir úr fíngerðari tegund orku og liggja á hærra tíðnisviði en efnislíkaminn. Þeir eru þó samtvinnaðir efnislíkamanum á sama hátt og hundruð útvarps- og sjónvarpsbylgna sem að fara í gegnum líkama okkar á hverri sekúndu. Innann astrallíkamans dvelur sál persónunar, persónuleiki hennar, tilfinningar og minni ásamt hug- og orsakalíkama. Eftir dauða efnis og ljósvakalíkamans(fyrsti dauði. Þá er hin raunverulega persóna - okkar raunverulega sjálf - enn í fullu fjöri innan astrallíkamans. Ýmist innan fárra mínútna eða daga erum við orðin virk á astralsviðinu - allt eftir því hvernig við höfum hagað lífi okkar á meðan að við lifðum innan jarðlíkamans.

2.LÆGSTA ASTRALSVIÐIÐ
Þessa dimma og skuggalega vistarvera sem er oft bæði hættuleg og óttaleg er sá staður sem Biblían talar um sem ,,hin ystu myrkur þar sem sálirnar lifa við grát og gnístran tanna“. Hér dvelja eigingjarnar og kærleikslausar sálir-sálir sem að lifa í ágirnd og hefnigirni, líkamlegum losta og græðgi í sinni verstu mynd. Hér er líka algengt að finna fíkniefnaneytendur og einnig kynferðislega brenglaða einstaklinga: hingað koma líka oft áfengissjúklingar og morðingjar og þeir sem að falla fyrir eigin hendi: einnig ýmsar ógeðfelldar og ómennskar verur. Þetta er hið svonefnda helvíti sem einnig hefur verið nefnt myrkraheimar eða hreinsunareldurinn. Hér er jafnframt dvalarstaður þeirra vera - bæði mennskra og ómennskra-sem með astralhjúp sínum reyna að ná sambandi við fólk á jarðarsviðinu, laðast að segulsviði orkubliksins og valda því sem að kallað er ásókn. Persóna sem verður fyrir ásókn slíkra vera hagar sér oft óeðlilega. Stundum eru slíkar persónur taldar geðveikar og er komið fyrir á geðveikrahælum. Fyrir kemur einnig að þeir sem þannig er ástatt fyrir fremji sjálfsmorð.


3.MIÐLÆGU ASTALSVIÐIN

Hér vaknar einstaklingurinn ýmist örfáum mínútum, dögum eða vikum eftir viðskilnaðinn við efnislíkamann, en hingað koma líka þeir sem dvalið hafa á lægsta astralsviðinu - til lengri eða skemmri tíma. Miðlægu astralsviðin eru aðallega hvíldar- og hressingarstaðir þar sem nóg er af sjúkrahúsum og starfsfólki þeim tilheyrandi: hér eru líka margar menntastofnanir og kennarar sem þar starfa. Hér fá sjúkar sálir þá hjálp sem þær þurfa. Hingað koma þeir sem orðið hafa fyrir erfiðri reynslu og dáið snögglega eða vofeiflega og einnig fólk sem haldið er fastmótuðum en röngum trúarhugmyndum og er þannig í fjötrum jafnt trúarlega sem tilfinningalega. Hér er líkaminn enn ,,efnislegur” en þó úr fíngerðara efni þar sem orkutíðnin hér er hærri. Útlitið fer eftir óskum hvers og eins en venulega er persónan hér eins og hún var í blóma lífsins. Samband manna á milli fer hér fram ýmist með töluðu orði eða hugsanaflutningi. Hér eru allir hvattir til að taka framförum bæði andlega og huglægt en eftir því sem að þroski persónunnar vex aukast tengsl hennar við æðri huglægu- og astralsviðin. Þar ákveður hún loks hvort hún vill halda áfram inn á æðri sviðin eða hverfa aftur til jarðarinnar í þeim tilgangi að vaxa þar og auka þroska sinn.

4. ÆÐRI ASTRAL SVIÐIN

Þessi dýrðlegi dvalarstaður er hið svokallaða ,,himnaríki“ kristinna manna - einnig mætti kalla þetta ,,sumarlandið”. Hér er hvorki þjáning né sársauki. Hér hittast vinir og ástvinir og einnig hittast hér hópar manna með sömu eða svipuð viðhorf bundnir huglægum tengslum. Hér eru tækifærin óendanleg fyrir sérhvern einstakling til að þroska hæfileika sína og allir fá hvatningu til að þroska sig jafnt andlega sem huglægt. Jafnframt minnkar áhuginn fyrir því sem fram fer á jarðarsviðinu. Hér má hitta engla en þeir eru hjálpfúsar og yndislegar verur sem ekki eru af mannlegum uppruna. Mannverunni opnast nú stórkostleg yfirsýn yfir tilveruna og dásamlegt útsýni birtist hvert sem litið er. Þó kemur að því að lokum að að hver og einn verður að ákveða hvort hann vill fara aftur til jarðarinnar til að öðlast meiri reynslu eða deyja hinum seinni dauða. Í því síðarnefnda felst að sálin eða hugur persónunnar losar sig við astralhjúpinn sem hann hefur íklæðst fram að þessu og endurfæðist yfir á orsaka- eða huglægasviðið sem verða hin réttu andlegu heimkynni hennar. Þegar sálin vaknar á ný til vitundar á þessu sviði mun hún starfa innan huglíkama síns eða orsakalíkama.


5.HUGLÆGU- OG ORSAKASVIÐIN

Á þessum sviðum tilverunnar öðlast sálin enn fleiri og stórkostlegri möguleika til lærdóms og þroska. Hér öðlast hún aðgang að allri visku jarðarsviðsins og lærdómi frá upphafi og einnig visku sem að komin er frá öðrum plánetum sólkerfissins. Hér er hvorki að finna afbrýði, eigingirni,öfund né fordóma því hér ríkir hið fullkomna bróðurþel. Flestar uppfinningar og vísindalegar framfarir, háleitur skáldskapur, tónlist og önnur list - allt á þetta upptök sín á þessu sviði og berst héðan niður til jarðsviðsins með innsæi þeirra ssem hafa nægilegt næmi til að taka við áhrifum þess. Mikið af hinu göfuga og fagra og það sem gert er af háleitri andlegri upplifun á jörðinni og öðrum lægri sviðum er til komið vegna áhrifa frá þeim andlegu verum sem hér dvelja. Hér gefst líka síðasta tækifærið fyrir sálina ef hún kýs að hverfa aftur til jarðarinnar til að öðlast þar meiri reynslu og þroska eða - séu öll skilyrði fyrir hendi - að endurfæðast fyrir fullt og allt til hinna himnesku heimkynna.


6.HIMNESKU SVIÐIN

Eðli þesara vitundarsviða og hinum hærri en þetta er langt ofan við skilning okkar jarðarbúa. Himnesku sviðin eru heimkynni Guðs kristinna manna og einnig meiri háttar trúarbragða t.d Búdda. Í Biblíunni er hér talað um ,,hinn þriðja himinn“. Hér fara fram hin grundvallandi tengsl við Alheimsgoðvaldið og skilningur á þeim alheimslögmálum og þeirri alheimsorku sem alheimurinn og sólkerfi hans- og þar á meðal okkar eigið - eru byggð á. Það voru tengsl Jesú frá Nasaret við þessi æðstu svið sem gerðu honum kleyft að gera ,,kraftaverkin” sem við lesum um í Biblíunni. Þesi vegur er öllum opinn. Og það er einmitt þetta sem hann átti við þegar að hann sagði:

,,Þessa hluti sem ég gjöri munuð þér gjöra og enn meiri hluti en þá sem ég hefi nú gjört“

Það sem er ofan við þetta svið er mjög óljóst en talið er að það sé skipt með þessum hætti.

7. ÆÐSTU GUÐLEGU SVIÐIN

8.ENDIR HINS SÝNILEGA SKÖPUNARVERKS(Af því að sköpunarverkið endar hér þá er oft talað um heiminn í sjö víddum)

9.HREIN VITUND

10.NIRVANA OG ÖNNUR VITUNDARSVIÐ



Að lokum vil ég nefna að heimildir eru að mestu fengnar upp úr

,,Eftir dauðan hvað þá” Eftir Georg W Meek

,,Biblían“ Margir höfundar

,,Eigin rannsóknir og uppgötvanir”