Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Re: Thetta finnst mér ótrúlega barnalegt

í Rómantík fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég skil þig vel. En það hlýtur nú bara eitthvað að vera að þessari vinkonu hennar, engin leið að komast heim úr partýi hjá henni, alveg sama hvað fólk gerir að þá verður hún fúl… Úff, drama!

Re: Viðbrögð þín (stelpu) ?

í Rómantík fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það væri náttla frekar freaky ef einhver sem maður hefði aldrei tekið eftir áður settist allt í einu hjá manni og færi að kjafta… Ég verð að viðurkenna að ég myndi örugglega halda að hann væri einhver weirdo þó ég myndi alveg svara honum og allt það. Og ef hann væri mjög nervus myndi ég hugsa að hann væri lúði… :/ Kannski ágætt að reyna að nálgast mann á annan hátt fyrst… Þess vegna bara sitja nálægt með einhverjum vinum sínum og svo einhvern tímann nær líka og kjafta og svo kannski í eitt...

Re: Thetta finnst mér ótrúlega barnalegt

í Rómantík fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Það er náttla svolítið hallærislegt af henni að ljúga til að fara úr partýinu. Hún hefði bara átt að segja satt. En mér finnst mikið verra hvernig vinkonur hennar eru að koma fram við hana eftir þetta. Að slíta vinskap út af svona smáræði og á þennan hátt finnst mér kjaftæði. Miðað við þetta bréf þeirra þá segi ég nú bara farið hefur fé betra. Ekki myndi ég vilja eiga svona vinkonur.

Re: Afbrýðisemin..

í Rómantík fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ég held að afbrýðisemin sé miklu frekar vandamál hjá þeim sem finnur fyrir henni en að það sé ekki hægt að treysta þeim sem henni verður fyrir. Stundum gerir fólk vissulega eitthvað sem verður til þess að aðrir hætta að treysta þeim, en yfirleitt kemur afbrýðisemin til áður en tilefni gefst til hennar. -Sem mér finnst frekar fáránlegt.

Re: Er þetta sönn vinkona???

í Tilveran fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Henni finnst þú greinilega einhver ógnun við sig, eins og hún þurfi að sanna það að hún sé betri en þú og geti náð í alla stráka sem þú ert með. Hún er ekki góð vinkona. Til hvers nennirðu að hanga með stelpu sem gerir lítið annað en að særa þig?

Re: draugar

í Dulspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég hef séð draug og það var ekki fögur sjón. Samt var hann hvítur eins og sumir en hann var með tvö stór augu og augasteinnin bara lítill punktur i miðjunni. Hann var með risastórt nef og horfði illilega á mig. Ég lá uppi í rúmi hjá mömmu og hann var svo hvítur að ég hélt að hann væri sæng. Ég KOM við hann með hægri hendinni og öskraði svo hátt að allir vöknuðu. Ég fékk taugaáfall og var i mörg ár að jafna mig en núna er allt i lagi. Ég vil þó samt hafa kveikt á ljósunum ennþá. Dæmi um...

Re: reglur í tarot?

í Dulspeki fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Eins og þú hefur kannski tekið eftir að þá skrifaði Abigel heilmargt um tarot á sér greinasafn hér fyrir ofan. Það er misjafnt hvernig maður finnur persónuspilið, en algengast er að maður stokki bunkann og fletti síðan við efsta spilinu og þá er persónuspilið þitt drottning/kóngur/riddari/prinsessa af viðeigandi lit sem kemur upp. Ég hef bikardrottninguna og þegar ég var að prófa mig áfram með þetta þá kom hún oft sjálf upp sem efsta spil. Áður en þú spáir þá stokkarðu á ákveðinn hátt. Þú...

Re: There's something about Mirriam!

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Vá, ég missti af fyrsta þættinum og hef bara rétt gluggað í tvo og hafði ekki hugmynd um að Miriam væri gaur!

Re: Þroskaheft og geðbilað fólk

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Fíla undirskriftina þína, þ.e.a.s. þessa tilvitnun! So true… sadly :/

Re: Þroskaheft og geðbilað fólk

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Geðbilun og þroskahefti eru efnisleg höft og hafa þ.a.l. ekki gildi í andlega heiminum að mínu mati. Kv. Divaa

Re: Nornir/Nornaveiðar - bók

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Brennuöldin eftir Ólínu Þorvarðardóttur (minnir mig að höfundurinn heiti). Getur örugglega fengið hana í Máli og Menningu eða Bóksölu stúdenta. Kv. Divaa

Re: Kennara verkfallið komið út í öfgar.Já eða nei?

í Skóli fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Persónulega finnst mér kennararnir ætla sér aðeins of mikið í þessari deilu. 30% launahækkun er aðeins of mikið af því góða, sérstaklega miðað við alla flóruna af fólki sem á eftir að heimta svipaða upphæð í kjölfarið og svo ekki sé minnst á það að hafa bara ekkert öll sveitarfélög svona mikla peninga á milli handanna.

Re: 10 ráð Real mann fyrir alvöru karlmenn - Blind date

í Rómantík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Þú ert alltaf jafn fyndinn ;)

Re: Of feit !!!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Spelt er óunnið hveiti og hefur þar af leiðandi ekki glútein í sér svo dæmi séu nefnd. Margir eru með glútein óþol, t.d. ég, og hafa ekki gott af því að borða mikið brauð, en geta borðað speltbrauð í staðinn. Þar að auki er það gerlaust, en gerið er mjög fitandi. Hefurðu ekki heyrt talað um bjórvömb? Bjór er í rauninni lítið annað en fljótandi brauð út af gerinu.

Re: Of feit !!!

í Tíska & útlit fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ekki borða brauð (a.m.k. ekki meira en 1x brauðsneið á dag og helst ekki á hverjum degi) og slepptu öllu gosi og sælgæti. Drekktu mikið af vatni og vertu dugleg að borða ávexti og grænmeti, bara umfram allt að borða hollan mat. Ef þér finnst erfitt að sleppa brauði reyndu þá að borða frekar speltbrauð í staðinn, en það er laust við bæði hveiti og ger og þar af leiðandi ekki eins fitandi. Annars hljómar nú ekki eins og þú sért mörgum kílóum of þung svo þú ættir ekki að vera lengi að ná þessu...

Re: The Flight of the Bumble Bee

í Klassík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég hef sungið þetta í kórútsetningu… Held alveg örugglega að ég sé að tala um sama verk.

Re: Ný íslensk vefsíða um Wicca

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Takk! Ég er að vinna í því að setja meira efni inn á hana as we speak ;)

Re: Félagsfælni. Mín saga, mín spurning.

í Heilsa fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Að vera félagsfælinn er allt annað og meira en að vera feiminn. Ég er viss um að það er eitthvað til um það á www.doktor.is eða öðrum slíkum síðum ef þú vilt fletta því upp. Ég er nú ekki félagsfælin eða neitt svoleiðis, en mér blöskraði þetta svar þitt. Ég hef sjaldan upplifað aðra eins hrokafulla fáfræði og dónaskap svo ekki sé nú minnst á fordóma og skort á umburðarlyndi. Það er fólki eins og þér um að kenna að fólk með geðræna sjúkdóma fær ekki eðlilega meðferð í samfélaginu.

Re: Alveg í rugli...

í Rómantík fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Til hvers ertu að spá í þessum gaur? Þetta er pjúra fífl og ekki þess virði að eyða tíma sínum í.

Re: Langar til að gera tíkina mína að mömmu

í Hundar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
frábært ;) Kveðja, Divaa og dýragarðurinn

Re: Furðulegar kröfur kennara.

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
2 mánuðir eru 8-9 vikur… að meðaltali fær venjulegt fólk 6 vikur í sumarfrí. Kennarar geta ekki stjórnað sínum sumarafríatíma og miðað við léleg laun og yfirvinnu þá finnst mér þetta svosum alveg fyrirgefanlegt. En margir kennarar eru í endurmenntun hluta af þessu svokallaða fríi sínu.

Re: 14 ára krakkar

í Deiglan fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Thjahh… aldrei hef ég tekið eftir þessu með unglinga. Systkini mín eru 12 og 14 og þau eru langt í frá svona og ég var það enn síður á mínum yngri árum (*jæks er ég í alvörunni orðin svona gömul!?*) Mér finnst sjálfsagt að krakkar fái að segja sína skoðun, en það verður að segjast að oft er ungt fólk að tjá sig á þann máta að manni finnst það svosum ekkert undarlegt þó það fái slík svör eins og þú lýsir. Mörg svör eru vægast sagt gelgjuleg og barnaleg og oftar en ekki dónaleg líka og það er...

Re: Langar til að gera tíkina mína að mömmu

í Hundar fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég hef bara orðið vitni að fæðingu kettlinga, en ekki hvolpa. En ég hef heyrt að meðganga hunda sé svipað löng og katta (sem eru 9 vikur að mig minnir), a.m.k. er hún ekki mikið lengri. Gæti alveg ímyndað mér að það passi að það séu 12 vikur. Mér finnst hins vegar frekar undarlegt að láta hana eignast hvolpa þegar ætlunin var ekki sú -og bara til að láta hana róast. Að vera með hvolpa er mikið ábyrgðarhlutverk, það þarf að vera heima í a.m.k. viku og passa upp á bæði tíkina og hvolpana og...

Re: Jesús = Guð

í Dulspeki fyrir 20 árum, 7 mánuðum
Ég er nákvæmlega sammála þér, en ég var nú bara að útskýra þeirra sjónarmið. Ég er ekki trúlaus, heldur heiðin, og hef engan áhuga á að láta prédika fyrir mér úr einhverri biblíu sem gæti allt eins verið klósettpappír fyrir mér.

Re: Fæðingarþunglyndi

í Börnin okkar fyrir 20 árum, 8 mánuðum
Svakaleg saga og gott að þér líði betur núna. Vonandi gengur ykkur allt í haginn.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok