Ég held það að það sé allveg hægt að segja að þetta sé einn kvikindislegasti þáttur sem að ég hef nokkurn tímann séð. Og hægt að segja að þetta sé MJÖG nýr veruleiki. Við höfum séð þætti eins og Joe Schmo (man ekki hvernig þetta er stafað) schow og Joe millioner og fleiri þætti sem að fellst í því að sjá hvernig fólk bregst við þegar að eitthvað um eitthvern er ekki satt.

Þessi þáttur Mirriam, þetta virðist vera einfaldur unglingaþáttur sem að er um 6 gæja sem að vilja vera með einni konu og eru að berjast um athygli frá henni og reyna að komast á stefnumót með henni. Seinasti maðurinn sem stendur fær að fara í rómantíska siglingu með Mirriam og fær líka 10.000 pund í verðlaun og takmark þáttarins ætti að vera að finna sanna ást. En það er eitt sem að ég skrifaði ekki og það er það að Mirriam var fædd KarlKyns!!!

Nú til þess að gera þetta sem mest áhugavert þá vita strákarnir það ekki og er allveg skiljanlegt því að þeir eru allir gagnkynhneigðir og væru ekki lengi að láta sig hverfa, ég gleimdi líka að setja eitt hérna inní og það er það að Mirriam er ennþá með typpið sitt. Þegar að Mirriam fæddist þá var hann frekar stelpulegur og var alltaf haldið að hann væri stelpa þegar að hann var það ekki. Það kom þó í ljós að hann varð hommi og frétti af hormónalifum og hann byrjaði að nota þau, síðann langaði honum að skipta um kyn og verða KVK og fékk sér sílíkonbrjóst. Hann/hún hefur hins vegar ekki tekið af sér typpið því að honum líður bara vel með það og er sáttur með allt eins og er.

En eins og ég sagði þá eru þessir strákar að keppast um hana og hafa ekki hugmynd um að þetta sé karlmaður sem að þeir eru að kyssa og reyna við og það er það sem gerir þennan þátt skemmtilegann og ég get varla beðið eftir endanum því að mig langar að vita viðbrögðin hjá vinningshafanum.

Það eru aðeins 6 þættir af þessum veruleikaþætti og þessi sería er núna hálfnuð. Þessi þáttur er sýndur á Stöð 2 og ég hvet alla í að horfa á þetta því að þetta er bráðskemmtilegt.