Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

dha
dha Notandi frá fornöld 36 ára kvenmaður
1.508 stig

Re: Að vera einhversstaðar annarsstaðar...

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Með vinum mínum. Hvar sem er, bara ef þau eru þar. Bætt við 17. júní 2008 - 12:43 Væri samt alveg til í að vera á Coldplay tónleikum!

Re: Stop-motion

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 1 mánuði
En er ekki hægt að taka myndir sér og setja þær svo inn í forritið? Stilla tímann sem myndin tekur og þannig líka kannski?

Re: Ósland

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 1 mánuði
Mér finnst svo kjánalegt að stroka út eða lita yfir ef það er eitthvað sem var ekki nákvæmlega eins og ég vildi, nema það sé eitthvað svona tæknilegt (t.d. sensor dust). Ég vil helst nota photoshop sem minnst. Nema náttúrulega að markmiðið sé að gera “photoshoppaða” mynd.

Re: Morfís

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 1 mánuði
Og í hvaða skóla ert þú? :P Takk

Re: Morfís

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 1 mánuði
Nei, ég man ekki einu sinni eftir að hafa pælt í white balance, þetta var frekar svona fljótlega gert, upptekið fólk sko :P

Re: Þema 29: Ásatrú - This is níðstöng!!!

í Myndlist fyrir 17 árum, 1 mánuði
Takk! Ekkert merkilegt þetta með rúnirnar, bara forvitni :)

Re: Stop-motion

í Kvikmyndagerð fyrir 17 árum, 1 mánuði
Takk kærlega!

Re: Lyf ?

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég er með svona sem fer alveg inn í eyrun, það hefur ennþá ekki látið mig fá sýkinguna, sem hinsvegar venjuleg headphones gera.

Re: enska þýða fyrir mig?

í Tungumál fyrir 17 árum, 1 mánuði
Já, einmitt. Maður þýðir ekki texta yfir á tungumál sem maður kann ekki og þykist kunna tungumálið :P

Re: Cocacola overdose

í Vísindi fyrir 17 árum, 1 mánuði
Sykur overdose? Eða bara of mikið af einhverju ógeði í blóðinu. Slæmt blóð = stífir liðir. Nei annars veit ég lítið, er ekki læknir :P Örugglega aðallega andlegt.

Re: kennsla

í Tungumál fyrir 17 árum, 1 mánuði
Dobar dan eða dobra den eða eitthvað þannig þýðir góðan daginn á öllum þessum tungumálum. Til að segja gott kvöld segirðu eitthvað sem hljómar eins og dobra veche, sem ég kann ekki að skrifa. Fleira man ég ekki, en ég kunni eitthvað í tékknesku …

Re: enska þýða fyrir mig?

í Tungumál fyrir 17 árum, 1 mánuði
Það er samt mjög gott að þýða í babel fish úr einhverju tungumáli sem maður skilur ekki orð í á tungumál sem maður skilur, þá fær maður góða mynd af því hvað textinn þýðir sirka og getur reiknað út frá því með því hvað það þýðir, þótt hann verði mjög málfræðilega rangur.

Re: flott/falleg/furðuleg orð

í Tungumál fyrir 17 árum, 1 mánuði
Já, það er satt :) Það eru samt svo mörg stór orð í ensku sem eru svo flott, sérstaklega þegar þau eru sögð með breskum hreim.

Re: Klessa

í Myndlist fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ah, ég elska klessuverk. Bara það kemur svo oft vel út. Það virðist kannski vera eitthvað svona sem hver sem er getur gert, en samt getur maður alveg sett pælingar bakvið það. Litaval, hvar klessan lendir, hvernig maður hendir henni á blaðið. Allavega, mér finnst þessi töff :) Einföld, en flott.

Re: Læknar.

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég mæli með því að þú farir til læknis á sumrin og biðjir um tíma hjá ungum lækni eða læknanema í afleysingjum. Sumir eldri læknar virðast bara ekki vera með þetta allt á hreinu. Kannski bara af því þeir fóru í námið fyrir svo löngu síðan. Ungir læknar sem hafa farið nýlega í námið í HÍ hljóta að vera nokkuð góðir, því miðað við inntökuprófið og kröfurnar fyrir að komast inn í námið, þá hljóta þeir sem komast í gegnum þetta nám að vera nokkuð góðir :)

Re: Læknar.

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Það var reyndar alveg satt hjá þessum læknum. Þetta er bara slit í bakinu og yfirleitt reynt að geyma þessar aðgerðir þangað til maður er farinn að verða rúmliggjandi og óvinnufær (og jafnvel ekki einu sinni þá) því þessi aðgerð er ekki svo góð fyrir mann, ekki hægt að gera hana oft á ævinni. Með mátulegri hreyfingu gengur brjósklos oftast til baka af sjálfu sér.

Re: Læknar.

í Tilveran fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég er frekar sammála. Nema þetta fyrsta, læknarnir gátu ekki mögulega vitað að þetta væri ekki bara venjuleg bólga, allavega ekki þeir fyrstu. Ég meina, það er fullt af fólki sem fær svona bólgu í augað (stíflast kirtill) þannig að það er alveg eðlilegt að gera ráð fyrir að þetta hafi bara verið þannig. Ef það ætti að gera miklar rannsóknir á hverri einustu bólgu og kvefi og öllu kæmust þeir, sem þurfa virkilega á því að halda, aldrei að … En eftir mörg skipti hefði hún auðvitað átt að fá...

Re: Ósland

í Ljósmyndun fyrir 17 árum, 1 mánuði
Já, reyndar, það hefði þurft að vera annað hvort meira eða ekkert af bláa, þótt mér finnist reyndar töff contrastinn milli bláa og appelsínugulu/brúnu tónanna. En maður getur víst ekki fært himininn …

Re: STÆ203, ÍSL103, ÍSL203

í Skóli fyrir 17 árum, 1 mánuði
Kúl, ég hef þá örugglega séð þig :P Varstu þá framarlega? (man ekki hvort lægri tölur voru fyrir framan mig eða aftan mig)

Re: Mikil þreyta

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Borða almennilega? Ég vann allt síðasta sumar frá 6 á morgnana til 4 á daginn, 6 daga vikunnar. Náði samt að gera heilmikið eftir vinnu og lenti ekki í vandræðum með þreytu, svo mér finnst skrítið að svona mikill svefn hjá þér dugi ekki … Kannski of mikill svefn eða þá að það er eitthvað að? Eða þarftu kannski alltaf svona mikinn svefn? Bætt við 13. júní 2008 - 01:27 Ég las samt vitlaust … Mér fannst þú segja að þú færir að sofa þegar þú kemur heim … Ég er greinilega of þreytt til að svara :P

Re: Stress og kvíði

í Heilsa fyrir 17 árum, 1 mánuði
Ég hef reyndar ekki farið í svona alvarlegan kvíða, en ég hef fengið frekar mörg stresseinkenni og var hætt að sofa almennilega fyrir því þegar verst var (bæði vegna andvöku og þegar ég var sofnuð vaknaði ég oft vegna vöðvabólgu). Ég held samt að mín ráð virki lítið ef þú ert farin að fá svona kvíðaköst. Ég held að málið sé að tala við sálfræðing og gá hvort hann geti hjálpað þér að leysa úr þessu. Það er alltaf best að tala við einhvern sem veit hvað hann er að gera :) Annars, ef það...

Re: STÆ203, ÍSL103, ÍSL203

í Skóli fyrir 17 árum, 1 mánuði
Var nr. 34, semsagt innst (lengst frá þar sem við fórum inn) Þú?

Re: STÆ203, ÍSL103, ÍSL203

í Skóli fyrir 17 árum, 1 mánuði
Einmitt, ég gat ekkert í landafræðinni. Nema að Ástralía eru 5 fylki :) Mér fannst þetta nú ekkert voða almennt, að vita höfuðborgir í Afríkulöndum og bæjarstjórann á Suðurnesjum og eitthvað …

Re: STÆ203, ÍSL103, ÍSL203

í Skóli fyrir 17 árum, 1 mánuði
Mér gekk eiginlega ekki vel í gær, almenna þekkingin var hræðileg, en mér gekk vel í dag :) Mér fannst svo erfitt þetta skriflega, fattaði stundum ekki hvað var verið að spyrja um.

Re: STÆ203, ÍSL103, ÍSL203

í Skóli fyrir 17 árum, 1 mánuði
Hvernig gekk þér?
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok