Ég veit ekki hvar ég á að skrifa þetta þannig að /visindi dettur í lukkupottinn.


Ég er mikill kókisti.

Þannig er mál með vexti að þegar ég opna fyrstu kókdós dagsins og fæ mér sopa þá finn ég hvernig æðarnar í bakinu upp í háls og jafnvel upp í heila tútna út. Venjulega finn ég líka hvernig augun vætast að innaðverðunni. Kók er mér hreinn unaður.


Hinsvegar ef ég drekk kók of hratt eða drekk of mikið af því get ég stífnað allur í bakinu og hálsinum og það er viðbjóðsleg tilfinning sem endist í 30-60min.

Kannast einhver við þetta? Er ég gersamlega ímyndunarveikur eða er einhver einföld vísindaleg/líffræðileg skýring á þessu?