Farðu til sérfræðings, sjúkraþjálfa líklega. Hnykkjari gæti kannski líka hjálpað, veit samt ekki alveg. Ég veit svosem ekki nákvæmlega hvernig þetta er hjá þér, en besta ráð sem ég get gefið við bakverkjum, sérstaklega kannski í mjóbaki, er að gera maga- og bakæfingar á hverjum degi og styrkja vöðvana í kring um hrygginn. Þannig færðu stuðning (báðu megin, það er mikilvægt) og getur betur staðið rétt. Það er allavega það sem vantar hjá mér, ég er með ofurliðleika í bakinu. En ég vona að það...