Ég ætla að byrja á að biðjast fyrirgefningar fyrir þá sem eiga skyldfólk eða þekkir lækna.
Ég verð að tjá mig um þetta mál og sjá skoðanir annara á þessu.

Mér finnst læknar ekki vera að hjálpa…eða jújú..þeir hjálpa fólki en lífsreynsla mín á læknum er ekki góð.

Vinkona vinkonu minnar dó úr krabbameni. Það byrjaði þannig að hún var með bólgu á öðru auganu og því fór hún til læknis sem sagði að þetta væri bara ofnæmi og gaf henni sýklalyf.
Lyfin kláruðust og enn var bólgan ekki horfin.
Því fór hún til annars læknis sem sagði henni að bíða í viku og þá mundi þetta líða hjá.
En neiei..það gerði það ekki. Hún fór til óteljandi lækna og alltaf fékk hún að vita það sama og bólgan versnaði töluvert.
Einn góðann veðurdaginn þegar hún fór til annars læknis fannst honum þetta vera eitthvað skrítið og þá var hún með illkynjaæxli bak við augað.
Hún þurfti að fara í margar geislameðferðir, fékk krabbamein og yfirgaf þessa jörð.
Bara því læknarnir nentu greinilega ekki að gera neitt í þessu.

Ég hef 2x misst gæludýr því ég var send heim og sagt væri að þau væru bara orðin gömul og ekkert væri að þeim!.

Ég meiddist í fótboltaleik og fór uppá slysó, ég var send heim með fatla og sagt var að ég mundi jafna mig.

Mér var allataf svo illt í hendinni og kom í ljós að þetta hafi verið tognun.

Ég hef mörgu sinnum farið með köttinn minn til dýralæknis því þetta var röng greining hjá þeim eins og þau hefðu bara verið að leika sér til að græða meira því sumu fólki er skítsama um dýr þótt við mennirnir erum ein dýrategund.

Mér finnst eins og læknar nenni ekki að lækna fólk heldur hugsa bara hvað þeir fá í kaup fyrir heimsóknirnar.
Og já ég er að nöldra, einnig er þetta dálkur sem heitir Nöldur.
Það er örugglega einhver eða einhverjir læknar sem eru þarna úti sem lækna fólk en ég hef ekki enn kynnst þeim lækni.
Þegar ég er svo að tala um lækna er ég að tala um dýralækna og lækna sem greina fólk.
;)