Jæja ég var að pæla hvort hugarar væru á einhverjum lyfum. Þá meina ég lyfseðlaskyld og þannig.

Sjálf er ég á 4 mismunandi lyfjum fyrir
1. Of háan blóðþrysting
2. Ofvirka skjaldkirtla
3. Of hraðan hjartslátt
4. Pillan

Ég tek 8 töflur 2x á dag og svo pillan.

Jæja ýttu nú á gefa álit og segðu eitthvað :]

Bætt við 7. júní 2008 - 02:52
Jæja ok, skulum skella inn hvernig ég komst að því að ég væri með 1-3

Þegar ég var 12-13 ára fór ég í svona skólaskoðun dót og þá var mælt blóðþrystingin og viti menn, var það 150/120 [fyrir þá sem ekki vita er venjulegt að vera með 120/80 eða þarna í kring þannig vægast sagt hafði fólk áhyggjur þannig ég var send suður í rannsóknir og þá var komist að því eftir langar og leiðinlegar rannsóknir [og ég var marin eftir á sumstaðar -_-"] og svona hálft til eitt ár að ég væri með sjúkdóm sem gerir það að verkum að nýrnahetturnar mínar framleiða of mikinn hórmann [sem er eiginlega bara salt eða eitthvað] og þar af leiðandi hækkast blóðþrystingurinn minn. Fyrsti krakkinn á Íslandi til að greinast með þennan sjúkdóm sem ég kann ómögulega að bera fram. Hyperaldo-meiramanégekki. Check einusinni á ári hjá lækninum mínum fyrir sunnan.

Ofvirka skjaldkirtlarnir komu bara fram á þessu ári eftir að ég fékk einkyrningssótt og steinlá. Ég er enn að ná mér upp eftir það og umsjónarkennarann minn í VMA fannst ég vera svo föl og veikluleg að hún ákvað að hringja í mömmu og einhverja lækna á Ak og svona til að ég færi í rannsóknir. Ég fór í blóðprufur og kom þá í ljós að ég væri með ofvirka skjaldkirtla. Þannig ég fór að taka lyfin. Og þessi lyf hæga náttúrulega á skjaldkirtlavirkni og þarf að breyta skammtinum samkvæmt því þannig það þarf að fylgjast vel með þessu og fara í reglulegar blóðprufur og check hjá lækninum mínum fyrir norðan. Svo í eitt af þeim check up-um þá tók læknirinn eftir því að púlsinn minn var óvenju hraður og svo næsta check var það líka þannig svo hún ákvað að gefa mér lyf til að hæga á hjartsláttinn minn [og henni grunar að það sé skjaldkirtla vesenið sem veldur þessu]

Og þannig hafiði það gott fólk :]
Meh.