Jæja enn og einu sinni leita ég til ykkar.

Kona sem ég þekki vill endilega losa sig við myndavélarnar sínar og ég ætla að spyrja ykkur hvað ykkur þykir ásættanlegt verð því mér finnst hún vera að biðja um frekar hátt.

Vél I. Sony Cyber-shot, ca. 3 ára gömul. Var keypt á 40.000 þús á sínum tíma. 7.2 megapixla. Með fylgir minniskort, lítil taska utan um hana og hleðslutæki. Hún vill fá 15.000 kr, sem er svo sem ekkert svakalegt en æi ég veit ekki.

Vél II. Canon EOS 400D. 3 mánaða gömul, ekkert notuð. Með fylgir 18-55mm linsan, risataska undir, þrífótur, minniskort(mögulega tvö, nenni ekki að ath), tengi til þess að setja í tölvu og hleðslutæki. Fyrir þennan pakka vill hún fá 100.000 kr.

Jæja hvað finnst ykkur?

Bætt við 24. júní 2008 - 21:07
Ok eitthvað virðist fólk vera að misskilja innihald þráðarins.

Ætlunin er að fá álit ykkar á hvort að verðin séu ásættanleg. Verðin sem hún vill fá fyrir þær. Ég er ekki að fara að kaupa þetta. Var að spá í vél II en þar sem að mér fannst þetta of hátt verð vildi ég fá álit frá ykkur:)