Hæ, ætla að reyna að fá einhver ráð hjá ykkur :)

svona eru málin hjá mér.. ég er með stöööðuga bakverki (þá sérstaklega í mjóbakinu) allan daginn, búið að vera þannig í 2-3 ár, og get aldrei fundið góða leið til að sitja, mér verður alltaf illt og líka þegar ég ligg.

fékk að vita að ég væri með hryggskekkju þegar ég fór í göngugreiningu fyrir rúmlega 2 árum (og var þá búin að fara til 3 lækna og þeir sáu ekkert að bakinu á mér) og nota daglega innlegg.

Samt brakar í öllum hryggjarliðunum í bakinu á mér og líka í mjóbakinu og hálsinum. stundum er mér svo illt að ég þarf að leggjast á hart gólf og lyfta bakinu smá upp og þá crakkar í öllu og þá hverfur verkurinn í tímabundinn tíma. Mér var sagt að brakið væri búið að þróast í áráttu hjá mér því það brakar í nánast öllum liðum í líkamanum hjá mér og ég þyrfti að fara til sálfræðings til að losna við það, en ef ég braka ekki í bakinu, þá verður verkurinn bara enn meiri.

Síðan ekki til að bæta ástandið þá lennti ég í því að togna í háls og efri bakvöðvunum sem leiddi hálfpartinn út í axlirnar og niður eftir hryggnum seinasta haust og er viss um að það hjálpaði ekki fyrir.

Þetta angrar mig roosalega mikið augljóslega en það versta er að ég veit ekki hvert ég á að snúa mér útaf þessum vandræðum, eins og ég sagði, þá hef ég farið til heimilislækna útaf bakinu en þeir hafa ekki gefið mér nein ráð, bara sagt mér að borða seríos í morgunmat.

Einhver með ráð handa mér hvert ég get leitað, hvort ég eigi að fara til sjúkraþjálfa, hnykkjara, gúrú, nuddara eða hvað ? Eru ekki einhverjir læknar sem sérhæfa sig í bakvandamálum ? og eitt í viðbót.. er hægt að lækna hryggskekkju á einhvern hátt ?

Allar ráðleggingar eru vel þegnar :)