Ég hugsa ekki beint um djamm og fyllerí og þannig. Það sem ég hugsa um er að vera með fjölskyldu minni, bestu vinkonum mínum og þeirra fjölskyldum, borða æðislegan mat (það er kokkur í hópnum) og fara svo saman að éta nammi og spila eða eitthvað sem okkur finnst gaman. Það er eiginlega djamm fyrir okkur :P Þetta eru svona týpísk áramót fyrir mig og alveg eins og ég vil hafa þau. Reyndar var ég með ælupest á síðustu áramótum :S