Það eru margir sem fá að læra norsku eða sænsku í staðin fyrir dönsku því þeir hafa búið í þeim löndum áður. Ég er fædd í Svíþjóð en flutti þaðan 1 1/2 árs og var ekki alveg byrjuð að tala en ég lærði öll sænsku hljóðin af því ég heyrði sænsku mikið. Foreldrar mínir töluðu oft sænsku þegar ég var lítil og mátti ekki heyra og þannig lærði ég að skilja slatta í henni og svo átti ég bækur og diska, sérstaklega einn jóladisk frá Svíþjóð, sem ég hlusta alltaf á.

Svo á ég fullt af ættingjum í Noregi og einhver lítil frændsystkin sem tala aðallega norsku. Þannig lærði ég eiginlega bland af norsku og sænsku. Svo þegar ég byrjaði í 7. bekk átti ég að fara að læra dönsku sem mér finnst alveg hræðilegt tungumál. Ég bý í litlum bæ úti á landi svo það væri erfitt að finna kennara í þessum tungumálum en ég hefði hvort sem er ekki mátt það því maður þurfti að búa eitthvað sérstakt lengi úti.

Svo er búið að breyta þessu núna. Frænka mín sem býr á Ísafirði fæddist í Noregi og var þar á leikskóla fær ekki að læra norsku þótt hún tali norsku og hefur hún fengið þá skýringu að maður þurfi að vera í skóla úti til að fá að læra það tungumál!

Finnst ykkur ekki að maður ætti að læra tungumálið sem maður er byrjaður að læra frekar en að reyna að læra dönsku sem er hvort sem er of erfið í framburði fyrir flesta íslendinga.

Mér finnst líka danskan mjög óhentug fyrir íslendinga því þótt þeir hafi alltaf fengið háar einkunnir í skóla geta þeir aldrei notað hana í danmörku í alvörunni. Ég hef heyrt mörg dæmi um þetta. Annað sem er merkilegt við dönskukennslu hér á landi er framburðurinn sem er kenndur. Ég var einu sinni með danskan kennara sem skildi ekki hvað var sagt á öllum hlustunarspólunum svo þetta getur ekki verið alvöru ríkisdanska fyrst danir skilja hana ekki!

Sumir eru bara Danir í sér og fíla dönskuna en ég hef heyrt um svo marga sem langar að læra norsku eða sænksu, annaðhvort vegna tengsla eða til að geta notað það almennilega. Ef Íslendingar myndu læra norsku í staðin myndi ekki aðeins vera auðveldara að læra hana og kenna vegna þess að hún er líkari íslensku. Hún er líka auðveldari í framburði (fyrir utan syngjandi hreiminn sem er ekki nauðsynlegur) og allir norðurlandabúar ættu að geta skilið það frekar er bjöguðu skólabókadönskuna.

Komið nú með ykkar skoðanir á þessu máli og engin óþarfa skítköst, allir mega segja sínar skoðanir :)


Takk fyrir mig, mia3