Ég mæli með því að þú lærir smá tónfræði. Getur keypt kennsluefni í tónfræði og lært mikið sjálfur með því að lesa lesbókina. Ég mæli með því sem ég er í. Það er bara stór stafli af verkefnum og lítil rauð gormabók með, man ekki eftir hvern en það heitir bara Tónfræði I. Svo geturðu auðvitað leitað á netinu. Bestu bassaleikararnir eru þeir sem kunna tónfræði - eða hafa mikla reynslu, tóneyra eða tilfinningu fyrir tónlistinni - og geta spunnið upp flottar bassalínur á staðnum.