Úfff … Svona dagur :/ Dagurinn hjá mér var þannig að hann byrjaði á blaki í íþróttum, með öllum tilheyrandi eymslum (sem voru reyndar í lágmarki í þetta skiptið). Ég fékk eitthvað vöðvabólgukast í öxlina og fékk bolta í andlitið þannig að ég fór úr tíma með verk í öxlinni og afstillt gleraugu :S Seinna fór ég í einn mest niðurdrepandi tíma sem ég veit - Tvöfaldan enskutíma! Enska er fín, en þessi kennari er bara viðbjóðslega leiðinlegur, og ekki bara leiðinlegur eins og kennarar geta verið...