Ég er á heimavist sem er svona í útjaðri bæjarins, en uppi á smá klettum. Bónus er mjög nálægt, nema það er ekki hægt að labba beint yfir (hátt gras og skurður þarna einhversstaðar). Það eru göngustígar sem eru vel færir núna en þegar verður dimmt og þegar fer að snjóa verður ekki hægt að fara þar heldur þarf maður að fara inn í bæ og stóran krók :S Það fer virkilega í taugarnar á mér, sérstaklega þegar er blautur snjór og hálka!