Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

daxes
daxes Notandi frá fornöld 54 ára karlmaður
2.142 stig

Re: Hvað telst hæfilega stór þrýstiloftskútur?

í Litbolti fyrir 24 árum
Merkjararnir eru mjög mismunandi í því hvað þeir nota mikið loft í hverju skoti. Mér sýnist ég geta skotið svona 700 skotum úr 0,8l 3000psi þrýstiloftskútnum á Inferno. Lágþrýstir “Súper”merkjarar geta skotið hátt í 2000 skotum á sama loftmagni. kv, DaXes

Re: Hvað kostar?

í Litbolti fyrir 24 árum
Inferno T3 með öllu kostar 42 þúsund með kolsýrukerfi eða 50 þúsund með þrýstilofti. Kúlurnar kosta rétt undir 3 kr stykkið, LBFR er til dæmis með RPS Euroflite í 2500 stk kössum á 6900 núna. Kíktu á forsíðuna, þar sem allt það helsta um kostnað við að byrja. kv. DaXes LBFR

Re: Hvaða camoflage mynstur ætli henti best á Íslandi?

í Litbolti fyrir 24 árum
Að hluta er ég sammála þér, þessir búningar eru svolítið tacky, en hluti af PR vandamálum litbolta sem íþróttar er sú hugmynd fólks að þetta sé einhvers konar stríðseftirlíking sem eingöngu er stunduð af byssuóðum brjálæðingum sem vildu ekkert frekar en að komast í alvöru stríð og skjóta sem flesta. Til að reyna að ýta þessari ímynd til hliðar er ekki keppt í camo göllum á stórmótum. Skipuleggjendur stórmótanna, framleiðendur litboltabúnaðar og keppendur leggja sig fram um að koma fram sem...

Re: Hvaða camoflage mynstur ætli henti best á Íslandi?

í Litbolti fyrir 24 árum
Mér finnst Realtree alltaf flottast. Sérstaklega í græn-gráu frekar en græn-brúnu. En í Paintball þá skiptir camo svo gott sem engu máli, sérstaklega ekki þegar spilað er á völlum. Það er hellingur af af Camo fötum á www.cabelas.com sem gaman er að skoða. kv. DaXes

Re: Hvar fær maður Camo-búning?

í Litbolti fyrir 24 árum
Sölufélag Varnarliðseigna á Grensásveginum, við hliðina á Póstinum, er með galla, Jakka og buxur, frá hernum á 5000 kall. Það má skoða það, en mér skilst að það sé lítið um stórar stærðir. kv. DaXes

Re: Scanario Game?

í Litbolti fyrir 24 árum
Scenario Game er fjölmennur langur leikur með stórt markmið sem þarf að nást til að lið vinni leikinn. Scenario leikir eru oft stanslaust í 24 til 48 klst. 1) Mönnum er skipt í hópa, hver hópur hefur undirmarkmið að stóra markmiðinu. Ná ákveðnu byrgi, ná ákveðnum hlut og koma honum í heimahöfn, ná valdi á heimahöfn andstæðingsins og svo framvegis 2) Þegar maður er skotinn út fer hann í heimahöfn og er svo skipað í nýjan hóp með nýtt markmið eftir smá stund 3) Landssvæðið er mjög stórt og...

Re: HEITASTA FLUGAN

í Veiði fyrir 24 árum
Ýmis afbrigði af Watson's Fancy í silunginn…og peacock með kúluhaus klikkar sjaldan. Moli litli hefur líka gefist mér ágætlega, sérstaklega í Hlíðarvatni. DaXes Ármönnum og SVH

Re: Scanario Game?

í Litbolti fyrir 24 árum
Völlurinn þarf bara að vera afgirtur ef hann er minna en 150 metra frá gönguleið eða búast megi við umferð/umgangi almennings nálægt vellinum. Ef hann er úti í móa og það er ekki skilgreint útivistarsvæði eða gönguleið þar við, þarf ekki girðingu. En það þarf að skilgreina svæðið og fá leyfi lögreglu fyrir litboltaleik innan þess svæðis. Mörk svæðisins þarf að merkja á einhvern hátt. sjá reglugerðina : úr 3 grein : Notkun litmerkibyssa er bönnuð nema á afmörkuðum viðurkenndum svæðum. úr 8...

Re: Búnir að prófa nýju græjurnar.

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Þetta RAWKS…… sjáumst á morgun og aftur á Skírdag…. RRAAWWKKKSSSS….. DaXes

Re: Millenium Series - Evrópska mótaröðin

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Er ekki málið að æfa af krafti og skella sér í 5-man eða 10-man í Stokkhólmi í ágúst. kv, DaXes LBFR

Re: Fellur paintball niður vegna kulda???

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Hve mikinn kulda ? Það má miða við svona 5°C til frostmarks sem lágmark hitastig sem kolsýran þolir. Frostmark á kúlurnar. kv. DaXes LBFR

Re: Fellur paintball niður vegna kulda???

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Vandamál við litbolta og kulda er tvíþætt : 1) Kolsýran missir þrýsting og merkjarinn því skotkraftinn. Þetta gerist fyrst og fremst vegna þess að kolsýran kólnar mjög þegar hún breytist úr vökva í loft. Því þarf leiðslan frá kút að merkjara að draga hita úr umhverfinu til að vega upp á móti þessu. Þegar umhverfið er kalt kólna leiðslurnar mikið og kolsýran kemst fljótandi upp í merkjarann. Þá missir merkjarinn kraftinn, skotið verður ónákvæmt og jafnvel nær merkjarinn ekki að trekkja sig...

Re: Ný hlaup

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Jamm…þetta er “The Freak” frá Smart Parts. Þeir voru einmitt að senda mér bækling og verðlista. Kittið með öllum 8 þrengingunum og kassa utan um hlaup og þrengingar kostar 162 pund, nema fyrir Mag og Tippmann, 168 pund. Við þetta þarf að bæta sendingarkostnaði, tollum og VSK. kv. DaXes LBFR

Re: staðan eins og hún er í dag !

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Við hjá LBFR fáum fyrstu pöntun okkar afhenta innan mjög skamms. Það væri stórgaman ef við gætum sett upp smá leik eitthvert kvöldið eftir vinnu. kv. DaXes LBFR

Misskilningur á málfrelsi

í Quake og Doom fyrir 24 árum, 1 mánuði
Því miður Gulag, þú hefur rangt fyrir þér.. >En að ég hafi ekki rétt til málfrelsis, það er einfaldlega >rangt… ég get t.d. farið niðrá hlemm með skilti þar sem >stendur “Siggi Jóns er fáviti” .. það er ekki hægt að banna mér >það, það er mín skoðun og ég hef fullan rétt á að halda henni >fram, burtséð frá því hvort Siggi Jóns sé svo hálfviti eða ekki Þetta er ekki rétt. Siggi Jóns gæti kært þig fyrir meinyrði og það væri unnið mál. >aftur á móti má ég ekki fara með skilti þar sem stæði...

Re: Skírdagur... hefurðu eitthvað betra að gera?

í Litbolti fyrir 24 árum, 1 mánuði
Auðvitað geta félagsmenn í Litboltafélagi með starfsleyfi komið með merkjara félagsins og notað þá. Ekkert að því. LBFR verður vonandi komið með merkjarana sína og þeir verða notaðir….vúúúhaaaaa kv. DaXes LBFR

Re: Það er samt eitt

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Alla vega þá var það fyrsta sem ég gerði eftir að LBFR fékk starfsleyfi að senda póst á alla félagsmenn og alla á póstlista félagsins, samtals yfir 300 manns og benti á að þar sem nú mætti LBFR kaupa merkjara skyldi fólk tala við Ómar eða Vigni og fá upplýsingar um verð. Einnig talaði ég strax við Vigni og bað um tilboð í pakka til félagsmanna. Hann sagðist ætla að e-maila mér innan skamms, tölvan væri reyndar biluð þessa stundina. Síðan hef ég ekkert heyrt frá þeim, fyrr en þeir...

Re: Litboltafélag Reykavíkur flytur aðsetur sitt

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Og lögheimilið er heima hjá formanni, núna í Garðabæ, var reyndar í Reykjavík við stofnun… :-) Nöfn eru bara nöfn. kv. DaXes LBFR

Re: Leikreglur LBFR

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Við nánari umhugsun… 7. grein leikreglna Þegar leikmaður er merktur úr leik, skal hann setja tappann í hlaupið, lyfta merkibyssunni yfir höfuð sér og ganga álútur skemmstu leið að jaðri leiksvæðisins og þaðan í örugga svæðið.

Re: Heimskulegasta, gáfulegasta og versta í litbolta.

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Litbolti er ekki dýrari en hvert annað græjusport..Verðlisti fyrir ódýrar en vandaðar græjur er hérna á forsíðunni. Þetta er svona 40 þús kall fyrir kittið. kv, DaXes

Re: Merkjara umræða

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Litboltafélagið getur keypt merkjara fyrir félagsmenn eins og þeir vilja. Af netverslunum og öðrum erlendum aðilum sem og innlendum. Tilgangur félagsins er að starfa fyrir félagsmenn og vera vettvangur fyrir þá til að stunda litbolta. Við völdum þennan merkjara til að bjóða félagsmönnum sérstaklega vegna þess að hann : 1) Frekar ódýr 2) Framleiddur af virtu bresku fyrirtæki sem m.a. breytir Autococker í Evolution Autococker. 3) Er mjög einfaldur og bilar lítið, þess vegna eru flestir vellir...

Re: Er ekki málið að panta

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Nákvæmlega….Við ætlum að senda pöntun út fimmtudaginn 15. mars. Þetta ætti að vera komið til landsins viku seinna og út úr tolli svo gott sem samstundis þannig að við verðum byrjaðir að spila fyrir lok þessa mánaðar. úlalalalalalala……. kv. DaXes, sem ætlar að fá sér Inferno Terminator T3

Re: Halló

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Já, það er þannig í 3. grein reglugerðarinnar, Notkun litmerkibyssa er bönnuð nema á afmörkuðum viðurkenndum svæðum. Litmerkibyssur skulu vera í eigu fyrirtækis eða félagasamtaka sem hafa litboltaleik að markmiði og hafa fengið viðurkenningu ríkislögreglustjórans. Slík félög skulu hafa aðgang að öruggum geymslum fyrir litmerkibyssur og hlutum er þeim fylgja og halda um þá skrá. Umsjónarmenn hvers félags bera ábyrgð á útlánum litmerkibyssa og að þátttakendur í leik beri sérbúnar andlitshlífar...

Terminator T3

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Þetta er í grunninn sami merkjarinn og er notaður á vellinum í Kópavogi, en með nokkrum mikilvægum breytingum. Ventillinn er nýr ( í Kópavogi er eldri gerð ), hann er með afgösunarrými (volume chamber) og þolir því enn betur kulda. Einnig er merkjarinn með High Volume Chamber við gasinntakið, (litla svarta stykkið fyrir neðan hlaupið) sem 1) hjálpar til við að breyta fljótandi kolsýru í gas2 þannig að kuldaþol er enn betra. 2) geymir nokkrar birgðir af gasi, þannig að hægt er að skjóta...

Re: leikhús fáránleikans

í Litbolti fyrir 24 árum, 2 mánuðum
Þetta er eitt af þeim málum sem félögin þurfa að vinna að. Félögin þurfa að sanna fyrir yfirvöldum að þau geti starfað samkvæmt lögum og reglum og himnarnir hrynji ekki þótt litbolti hafi verið leyfður. Um leið þarf að vinna í ráðuneytinu um að fá sett ákveðið tímabil, þar sem menn geti gengið í félag og fengið merkjarana skráða og setta undir reglur sem um félögin og merkjarana gilda. Komið þessu þannig úr felum og upp á yfirborðið sem góðri og gildri íþrótt. kv. DaXes LBFR
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok