Sú vinna sem nú þegar hefur farið fram er frábær. Hvern hefði órað fyrir því að litabolti ætti eftir að
verða leyfður hér heima, þetta er alveg með ólíkindum.

það er hinsvegar eitt sem hefur alveg gleymst. Það er, að það eru örugglega fullt af litaboltaspilurum með skotvopnaleyfi og ættu með réttu að geta keypt sér merkjara eins og venjulega haglabyssu eða highpower veiðiriffil.

Það er alltaf verið að hugsa um að fá undanþágu fyrir þá sem eru undir aldri. Hvað með okkur sem
erum orðnir hundgamlir og erum með skotvopnaleyfi og eigum vopnabúr sem miðlungs pakistönsk
hryðjuverkadeild gæti verið stolt af. Ég vil geta átt minn merkjkara löglega og ekki þurft að vera
stressaður yfir löggunni í hvert einasta skipti sem ég spila. Ég á 2 merkjara og hef verið að spila við
nokkra félaga í frekar lokuðum hópi.

Hey! á meðan ég man hefur einhver spilað paintball í Landmannalaugum, það er klikkað.

Eins og ég sagði áðan á ég 2 merkjara sem kostuðu sitt og ég sé ekki alveg framá að ég fari að
kaupa fleiri merkjara í gegnum eitthvað félag, þó það sé ekki slæm hugmynd fyrir þá sem eiga ekki
merkjara fyrir. Hvernig á að taka á þeim sem eiga merkjara fyrir??

Svo er annað ég er þeirrar skoðunnar að við sem stundum þessa íþrótt eigum að kalla vopnin
merkjara, en ekki vopn eða byssur. Ég er þeirrar skoðunnar að ef við gerum þetta þá fjarlægjumst
við þessa stríðsímynd og almenningur og blessaða löggjafavaldið fer kannski að taka okkur
alvarlega sem íþróttarmenn en ekki bara einhverja fábjána í byssó.

Svo var það bara eitt að lokum. Ég veit að þetta tekur tíma og allt það, en það er bara svo erfitt að
vera þolinmóður þegar sumarið nálgast eins og óð fluga og útlit er fyrir að maður verði að eyða
stórfé hjá þeim sem eru með vellina. Það er bara ekki í lagi.