Nú stend ég frammi fyrir því að gera upp við mig hversu stóran þrýstiloftskút ég vil kaupa á byssuna mína.

Ætti ég að kaupa mér 68ci (rúmtommu) kút, (uþb 1,11 lítrar) sem dugar í um 900 skot, eða er það kannski of stórt?

Þarf maður kannski framlengingarsnúru þegar maður er kominn með þetta stóran kút?

Ætti ég kannsi að fara enn lengra og kaupa mér 88ci kút, eða jafnvel 100-og-eitthvað ci kút?

Þekkja menn gæði trefja-kútanna vs stálkúta? Eru ekki trefjakútarnir soldið viðkvæmir?

Endilega, ausið úr viskubrunnum ykkar um kútamál!