Ég var að koma frá Bandaríkjunum í vikunni og sá þar athygisverð hlaup sem gætu nýst vel hérna á klakanum í mismunandi hita. Þessi hlaup eru þannig að inn í þeim er lítið mjótt hlaup sem hægt er að skipta um. Þú kaupir þessi hlaup í pakka einn framendi með götum til þess að ná snúningi á boltan og svo afturendinn sem er mjög svert hlaup sem þú setur svo hin minni hlaupin eða rörin inn í. Í pakkanum koma um 6 rör með mismunandi sverleikum þetta gerir það að verkum að þú getur valið þér rétta sverleikann fyrir þær kúlur sem þú ert að fara að nota. Þú einfaldlega mátar kúluna í rörið og blæst henni í gegn ef kúlan fer í gegn með þessari aðferð passar hlaupið fyrir þessar kúlutegund, ef hins vegar kúlan dettur í gegn eða festist í rörinu ætti að prófa annað rör.