Jæja allir saman þá er komið að því að allir sem ekki áttu merkjara fyrir, geti farið og leikið sér að vild. Það er ein spurning sem ég vildi spyrja. Veit einhver eitthvað um þessa merkjara sem félagið er að panta fyrir sína menn? Ég er ekki að segja að þeir séu eitthvað verri en hvað annað, en það er sama hvað ég leita á netinu ég bara finn enga umræðu um akkúrat þennan merkjara, engann samanburð ekkert.

Sá merkjari sem virðist koma hvað best út í allri umfjöllun á netinu miðað við verð og áreiðanleika er Tippmann model 98.

Ég á einmitt svona merkjara og verð að segja að hann rokkar feitt.
Ég er búinn með svona sirka 6 kassa af boltum og ég hef ekki brotið einn þeirra í merkjaranum. Hann er einfaldur í viðhaldi og það er gott að fá í hann varahluti og upgrates.

Eini mínusinn við þennan merkjara er að hann kemur með óttalega lélegu hlaupi þannig að það borgar sig að skipta því út sem fyrst.

Gaman væri ef menn kæmu af stað smá umræðu um sína merkjara og merkjara sem þeir hafa séð, spilað með eða lesið um.