Litboltafélag Reykavíkur flytur aðsetur sitt Vegna endurskipulagningar hjá SS Stál var stjórn LBFR tilkynnt það í dag að SS Stál treystir sér ekki lengur til að hýsa starfssemi LBFR. Þar sem starfsleyfi LBFR og leyfi til innflutnings felur í sér að félagið hafi viðurkennda geymsluaðstöðu fyrir merkjara þá kemur þetta svolítið illa við félagið.

Til að leysa úr þessum vanda var haft samband við Eyþór Guðjónsson hjá Litbolta ehf í Kópavogi um hvort að félagið gæti fengið aðstöðu hjá honum. Það er skemmst frá því að segja að Eyþór tók einstaklega vel í þessa beiðni félagsins og hlakkaði til að fá okkur inn til sín.

Þannig að hér með tilkynnist það að LBFR flytur úr Hafnarfirði í Kópavoginn. Við færum Eyþóri kærar þakkir fyrir þetta um leið og við þökkum SS Stál fyrir afnot af húsnæði þeirra sem að við höfum haft hingað til.

Fyrir hönd stjórnar LBFR.

Xavier [LBFR]