Skírdagur... hefurðu eitthvað betra að gera? Sú hugmynd hefur komið upp að LBFR & LiBS taki sig til og taki til hendinni á vellinum í Kópavogi. Breyti völlum, lagi það sem eyðilagst hefur í vetur og komi völlunum í spilanlegt horf. Sá dagur sem rætt hefur verið um að fara í þessar breytingar ef veður leyfir er fimmtudagurinn 12. mars, sem er Skírdagur (almennur frídagur).
Hugmyndin er að mæta um morgunin og taka aðeins til á svæðinu og laga það sem laga þarf. Fara síðan í smá pælingar um útfærslur á völlum og smá breytingar. Síðan að byrja að spila.
Eyþór tók vel í þessa hugmynd og ætlar að mæta með veigar og á grillið ef áhugi er fyrir hendi.

Þá er bara ein spurning eftir… Hvað finnst ykkur um þessa hugmynd?

Kveðja,

Xavier[LBFR][LiBS]