Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

Í djúpinu (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Í dimmbláu djúpinu dvelur vitund mín eins og flugfiskar fæðast hugsanir mínar líkt og loftbólur lifna hugsanir mínar fiskarnir fljúga úr dimmbláu djúpinu loftbólur leysast upp í blikandi yfirborðinu.

Haust (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Sefur sól und jarðar yggldri brún haust hvín vindurinn hvössum rómi úfið svelgir haf saklaust skip sorgmætt grætur regn í nætur stríði.

Und (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Eins og sært dýr leitar inn í skóginn til að deyja flýr vitund mín veruleikann og vefur sjálfa sig örmum handan þessa heims þar sem ennþá -er von.

Trúbadorinn (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Er ég leit í augu þín einn dag um skamma hríð var sem tíminn hætti að tifa um stund með tár á hvarmi Ég man þá dul sem dagur rynni nýr og draumur minn varð eitt með þér og söng þínum Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði um kring Þú horfðir yfir hópinn sem safnast hafði í hring og leist í augu min svo lengi að lifnaði ást til þín Ég lifði eilífð þá eða aðeins augnablik sem ennþá býr í sálu og hjartarótum mínum og ég veit þó finnumst aldrei meir á vegi okkar lífs þá man ég þig Ég veit þó...

Vor í Reykjavík (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Í grænum kjól kemur vorið dansandi með sunnangolunni um ljóskvik stræti og torg en borgin nuddar stýrur úr augum fer á fætur og býður sólinni kaffi –sér til samlætis

Jól (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ert þú í raun og veru sonur Guðs spyr leikarinn í sjónvarpinu Jesúm Krist. Það eru þín orð svarar Frelsarinn með bros á vör. Jólatréð er sofnað Það hallast ískyggilega á aðra hliðina og mér flýgur í hug hvort það hafi líka stolist í sherryið sem var falið í þvottavélinni á jólanótt Rauð köngulló er snyrtilega bundin um topp þess en gulir götuvitar lýsa dauflega á drúpandi greinum. Úti sitja hrafnar á ljósastaurunum krunkandi eftir feita hangikjötinu sem við hentum í ruslið á...

Næturljóð (5 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Hægt og hljótt læðist dagurinn á brott þegar nóttin tendrar á tunglinu og breiðir yfir börnin sín sem sofa og dreyma um tunglskinssyni og stjörnudætur með norðurljósahár dansandi hring eftir hring meðan jörðin snýr sér -og brosir í laumi.

Huggun (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Þú kemur til mín ósköp hægt og hljótt er húmið dökka sest um sefa minn. Í hjarta mér þá ríkir helköld nótt en heit mín tár sem falla á fölva kinn. Þá lýsa mér þín augu blíð og blá svo björt og hrein þar skín mér ástin þín. Sem gefur aftur gleymda von og þrá þú gófga litla kisu–ljúfan mín.

Djúpt í vitund minni (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Líkt og hringir á vatni gárast ljósið á leið til hins óræða. Stjarneindir glitskærar drjúpa krystalstær dögg augnsilfur himnanna. Dauðadjúpt vatnið flýtur mjúklega yfir vitund sjálfs míns. Maurildin sindra í myrku yfirborðinu.

Heima (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Bárunnar blúndukögur skrýðir dimmbláa klettaströnd þar sem svarthvítir fuglarnir sveima í hljómþýðum söngleik vindanna úr þverhníptu bergi óma ótal vonglaðar raddir vorsins sígrænu drauma hugur minn horfir og saknar er ung ég undi og unni –í faðmi þér fagra eldborna eyja.

Sátt 'Breyting á ljóðinu' (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Í ljóssporum daganna liggja vængbrotnir fuglar bernskuminningannna Í blámóðu húmsins bærast glitofin ský hvíthærðrar ævi Í dumbrauðri nóttinni leiðast æskan og ellin á vit hinna ókomnu tíma.

Sátt. 'Breyting á ljóðinu' (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Í ljóssporum daganna liggja vængbrotnir fuglar bernskra minninganna. Í blámóðu aftansins bærast glitofin ský einnar hvíthærðrar ævi. Í dumbrauðri nóttinni dansa æskan og ellin hönd í hönd á vit hinna ókomnu tíma.

Vitfirrt ást (6 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ef þú kæmir til mín myndi ég ráðast á þig og rífa utan af þér fötin strjúka síða dökka hárið þitt leggja höfuðið að brjósti þínu og heyra hjartað slá svo myndi ég stilla þér upp á stofuborðið og kyssa á þér stórutærna

Ómerkt gröf (13 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ég var vinurinnn þinn og ég þjáðist með þér. Þínar sorgir og mínar voru eitt. En þú kvaddir of fljótt. Lagðir döggvota kinn að heitum vanga og faðmaðir mig. Og þá fann ég það fyrst að ég elskaði þig er þú gekkst brott þinn erfiða veg Svo mín nýfædda ást varð að deyja á laun. Og ég deyddi hana og lagði í gröf. Í urðinni – í ómerkta gröf.

Hugsanagangur (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Ég hugsa of mikið um það sem ég má ekki hugsa og hugsa um af hverju ég hugsa svo mikið um það ég hugsa að ég verði að hugsa um að hætta að hugsa — eða ég hugsa það.

Egill annar (4 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Það mælti mín móðir að mér skyldi kaupa fagran flota skipa fremstur gerast sægreifa standa í brú og stjórna stýra frystinökkva bruna svo að bryggju og brott með meiri kvóta.

Yndisfögur æskan (3 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Sindrað sólu er vatnið skín á fjallatinda streyma gamlir tímar fram í huga mér silungar í læknum söngur lóms að kvöldi fuglakvak í kjarri og kyndug fluga á vegg lékum við í túni kétt í lund að vori við lítinn kátan hvolp tímar hafa liðið talin nú hver stundin er tifar æviveg man ég þó í muna sakleysi og unað yndisfögur æskan býr enn í huga mé

Hyldýpið (10 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Augu þín eru djúp myrk vötn sálarfley þitt sokkið tvær hendur halda í von - sem ennþá flýtur.

Fæðing gyðjunnar (9 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum
Í safírblárri nóttinni hljómar söngur vindanna rósbleik harpan ristir blíðlega flauelsmjúkt yfirborðið er marbárur rísa og hníga í örum hjártslætti sjávarins. Röðulglóð lýsir hauður og haf er lofnargyðjan stígur fullsköpuð úr skínandi djúpinu getin af sævi borin af perlumóður. Nývöknuð veröldin nýtur í fyrsta sinni - ástar gyðjunnar.

KISUVÖGGUVÍSA (0 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Sofðu litla ljónið mitt lokaðu augunum blá dreymir þig um áa þína Afríku dreymir þig um áa þína Afríku frá. Er fyrir óralöngu um nætur fóru á stjá veiddu mús í matinn og möluðu veiddu mús í matinn og möluðu. Mjá. Ég syng þetta við Grýlukvæði.

TÍMAMÓT (1 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Ég drukknaði í djúpi augna þinna og tíminn stóð kyrr eitt andartak eina mannsævi. Ég dó í djúpi augna þinna en fæddist á ný — hinn fyrsta dag. Hof.cocobana.

KRAFTURINN (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Veistu að vonin hún vakir við læstar dyrnar hjá þér í svartnættismyrkrinu nærri hún er með náð sína og frið fyrir þig HLUSTAÐU heyrirðu ei höggin er á hurðina örþreytt hún ber viltu ekki opna þær vinur,dyrnar fyrir voninni — og mér.

ÁLÖG (8 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Á miðnætti í Huliðsheimum er álagastund allt verður kyrrt og hljótt það er eins og tíminn leysist upp og hverfi inn í eitt eilífðar andartak sem á dularfullan hátt virðist enda áður en það hefst fossinn í gjánni fellur þegjandi fram af bjargbrúninni og áin streymir eftir farvegi sínum hljóð eins og andardráttur sofandi ungabarns þyturinn í laufinu hægir á sér og skógurinn er þögull og þrunginn leydardómum sem leynast bak við sérhvert tré og halda niðr´í sér andanum fullir ólgandi ástarþrár...

FAÐIR VOR (2 álit)

í Ljóð fyrir 21 árum, 1 mánuði
Nú!! Er hann dáinn? sagði ég rólega yfirveguð þegar fregnin barst mér undrandi á rósemd minni en fann samt einhvern torkennilegan titring fyrir brjóstinu eins og þar væri ofurlítill fugl að taka síðustu andvörpin einn í búrinu sínu í innsta horni stofunnar oftast með breitt yfir það af því tíst hans var svo truflandi tár mín féllu óvænt snögglega runnu eitt og eitt heit niður vanga mína og hugur minn spurði óþægilegrar spurningar af hverju leyfðirðu honum aldrei að fLjúga um í stofunni hjá...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok