Robert Rodriguez og Once Upon A Time In Mexico Robert Rodriguez er hetja óháðra kvikmyndagerðamanna. Hann öðlaðist þann titil þegar hann gerði árið 1992 óháða hasamynd fyrir aðeins 7000 dollara sem er rétt yfir hálfri milljón íslenskar króna. Þetta tókst honum með því að skrapa saman peningum sjálfur, sem komu aðallega frá þáttöku hans í tilraunum fyrir læknavísindin. Hann lækkaði svo kostnaði með því að gera nánast allt sjálfur, m.ö.o. hann skrifaði,skaut, klippti og framleiddi myndina ásamt því að sjá um flesta eftirvinnsluna sjálfur. Myndin hét El Mariachi og sló hressilega í gegn víðsvegar um heiminn og vann allskonar verðlaun. Að lokum halaði hún inn meira en $ 2 milljónir og var það ágætis ávöxtun á peningum Rodriguez sjálfs.

Þessi ráðagóði kvikmyndagerðamaður fæddist í San Antonio, Texas, 20 júní árið 1968. Hann var mjög ungur strax farinn að fikta með “amatör” myndavélar og hafði mjög gaman af öllum teiknimyndum. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá spagettívestrum Sergio Leone sem greinast auðveldlega í El Mariachi þríleiknum.
El Mariachi var byrjunin á þríleik sem var að enda núna með myndinni Once Upon A Time In Mexico. Miðjumyndin var Desperado, sem margir vilja meina að sé einungis endurgerð á El Mariachi fyrir Hollywood en Rodriguez er ekki allveg sammála því. Þetta telst því vera þríleikur og það ekki fyrsti þríleikur Rodriguez því hann hefur einnig gert þrjár Spy Kids myndir.

Robert Rodriguez hefur unnið mikið með Quentin Tarantino í gegnum árin en þeir hittust á einhverri kvikmyndahátíð og urðu strax góðir vinir, Rodriguez lýsir því þannig að “þetta hafi verið tveir kvikmyndanördar með svipaðar hugmyndir að hittast og eitthvað small bara”. Tarantino fékk lítið cameo hlutverk í Desperado og þeir gerðu sitthvora stuttmyndina í Four Rooms, þar sem stuttmyndin hans Rodriguez bar af og varð nokkurn veginn kveikjan að Spy Kids myndunum. Rodriguez var að fylgjast með Antonio Banderas í smókingfötunum með dökkhærða konu og dökkhærð börn í svörtum fötum og hugsaði þá með sér “hey þetta er svona latino James Bond fjölskylda afhverju ekki að gera latino spæjaramynd”.

Þegar Tarantino var hvað frægastur, eftir velgengni Pulp Fiction fóru stúdíóin að kaupa gömul handrit eftir hann og þar á meðal var handritið að From Dusk Till Dawn keypt. Tarantino var einn af framleiðendunum ásamt því að leika í henni og hann barðist fyrir að fá Rodriguez í leikstjórastólinn. From Dusk Till Dawn var fyrsta kvikmyndin hans George Clooney og gerði hann að stjörnu á einni nóttu, þrátt fyrir að hafa verið í ER í nokkur ár.

Allar þessar myndir kostuðu skít og kanil, Desperado kostaði einungis $7 milljónir en leit út fyrir að kosta miklu meira. Hann vann svo með táningahryllingspennanum Kevin Williamson(Sream 1 og 2, I Know What You Did Last Summer) við gerð myndarinnar The Faculty, sem fjallar um geimverur sem taka bólfestu í kennaraliði í menntaskóla einum. Rodriguez hafði alltaf langað til að gera mynd um hræðilega kennara, væntanlega til að minnast skólaára sinna sem voru ekki beint himnaríki fyrir hann. Hann kallar myndina blöndu af The Thing og The Breakfest Club. Eftir Spy Kids myndirnar var komið að því að klára El Mariachi þríleikinn með myndinni Once Upon A Time In Mexico. Hann gerði hana á milli þess að gera Spy Kids 2 og Spy Kids 3d.

Once Upon A Time In Mexico er skírskotun í Once Upon In The West og Once Upon A Time In America, sem voru myndir eftir Sergio Leone. Það var Quentin Tarantino sem átti víst hugmyndina að þessum titli. Hann sagði við Rodriguez þegar hann kom í heimsókn á settið að El Mariachi myndirnar væru eins og dollaramyndirnar hans Leone og Eastwood, þar sem nafnlaus maður drepur alla þessa skíthæla.

OUATIM kom mér skemmtilega á óvart og er það deginum ljósara að Rodriguez er búinn að fullkomna þennan stíl sinn sem hann byrjaði með El Mariachi á sínum tíma. Hann er óhræddur við að reyna nýja hluti og heldur andanum meira eins og í teiknimynd með ýktum hasaratriðum og nokkuð góðum húmor á köflum. Hraðinn er mikill í myndinni, með nokkrum gítarsólóum sem pásur frá Banderas. Myndin finnst mér breyta svolítið um stemmningu í seinni hlutanum líkt og hann gerði í From Dusk Till Dawn. Seinni hlutinn er mun dekkri og meira brutal en fyrri hlutinn. Það hefst allt með skrúðgöngunni á degi dauðans og þá yfirtekur myrkrið myndina á táknrænan hátt sem Johnny Depp þarf að þola( þeir sem hafa séð myndina vita hvað ég er að tala um). Leikaraliðið er skrautlegt og ekki mikið um ljóshært fólk í myndinni skiljanlega. Johnny Depp ber að nefna fyrst því hann gjörsamlega eignar sér þessa mynd með brilliant nærveru, manni hlakkaði alltaf til að sjá CIA karakterinn hans Sands. Einstaklega furðulegur og óútreiknanlegur karakter sem ber ekki virðingu fyrir neinum á meðan hann japlar á svínakjötinu sínu með tequila skoti og lime. Ég held svei mér þá að meistari Depp sé að verða uppáhaldsleikari minn um þessar mundir eftir frammistöðu sína í þessari mynd og Pirates Of The Carribean. Ég hreinlega vorkenni þeim leikara sem þarf að “reyna” að leika á móti þessum manni.

Aðrir leikarar sem standa uppi er gamli jaxlinn Mickey Rourke sem ennþá brakar listilega vel og Willem Dafoe, sem reyndar hefði mátt nýta betur. Frændi Rodriguez, Danny Trejo er skemmtilegur sem glæpamaðurinn Cucuy, það er hægt að lesa mikið í þessu hrjúfa mexíkanska andliti. Cheech Marin er skemmtilegur sem skíthællinn með leppinn og “gæðaleikarinn” Ruben Blades er traustur, hef alltaf verið hrifinn af honum, sem fyrrverandi FBI maðurinn Jorge. Eva Mendes og hjartahnoðarinn Enrique Iglesias eru bara til að fylla í myndina greinilega. Aðalmaðurinn Antonio Banderas fannst mér vera svolítið litlaus því miður og virðist þreyttur í þessu hlutverki, hann er samt í fínu formi og getur því ennþá spriklað og fleygt sér fram af byggingum. Svo er náttúrulega skandall að fá ekki að sjá meira af Sölmu Hayek, þvílík fegurð. Niðurstaðan fannst mér vera fyrirtaks hasarmynd með senuþjófnum Johnny Depp að leiða alla hina inn í myrkrið.


Ég mæli með því að þeir sem hafa mikinn áhuga á kvikmyndagerð reyni að útvega sér bókina Rebel Without A Crew, sem Rodriguez skrifaði við gerð El Mariachi(hálfgerð dagbók). Það er víst heilmikið hægt að læra af henni. Að öðru leyti er einnig hægt að skoða þessa síðu

http://www.exposure.co.uk/makers/minute.html

Þar getur þú lært heilmikið frá þessum meistara , þetta er svona 10 mínútna kvikmyndaskóli, mjög áhugaverðir punktar þarna.


-cactuz