Umdeildar myndir- seinni hluti Hér með ætla ég að halda áfram upptalningu minni á umdeildum myndum sem mér þykir minnistæðar eða góðar.

Priest: Þessi mynd frá 1994 segir frá prest að nafni Greg Pilkington sem lifir tvöföldu lífi. Hann er kaþólskur prestur sem elskar Guð sinn en hann er einnig samkynhneigður maður sem felur kynhneigð sína fyrir kirkjunni. Þessi mynd tekur á atriðum innan kaþólsku kirkjunnar líkt og Dogma og fjallar einnig um hommafóbíu. Presturinn á erfitt með að viðhalda ástarsambandi sínu við annan mann en hann fær nóg af sínum Guði þegar ung stúlka kemur í skriftarstólinn og segir honum frá því að stjúpfaðir hennar sé að misnota hana. Hann á erfitt með að trúa á Guð sem leyfir svoleiðis atburði og reynir að komast að því hvort hann sé virkilega trúaður eða ekki. Það þarf varla að taka það fram að kaþólska kirkjan var ekki ánægð með þessa mynd, hvenær er hún annars ánægð hún er eiginlega alltaf í vörn.

Kids(1995): Þessi óvænta mynd tekur harkalega á unglingamenningu í New York borg. Myndin þótti full gróf á köflum af gagnrýnendum en hún sýnir þó hvað stórborg getur verið hættulegur staður fyrir óharðnaða unglinga að alast upp í. Myndin snýst um hóp af ungum krökkum sem eru á kafi í hlutum sem þau skilja ekki svo sem eiturlyfjum,kynlífi og ofbeldi. Það er fjallað hér um óvarkárt kynlíf og smithættur. Það er einnig fjallað um áhrifagirni yngri krakkanna sem leiðir þau í eiturlyfjaneyslu á allt of ungum aldri. Einnig finnst mér myndin fjalla nokkuð ákveðið um það hvernig þessi “týnda kynslóð” X-kynslóðin er óvarkár og óhefluð í nánast öllu sem þau gera og foreldrara vita nánast ekkert um þau. Mjög sterk mynd en hefði mátt tóna “veruleikann” aðeins niður.

Crash(1996): Hey hvað getur maður sagt sumt fólk hefur skrítna fetish hegðun og þessi mynd David Cronenberg þorir loks að tala um svona fetish hegðun að einhverri alvöru. Ekki mikið hægt að segja mikið meira um þessa furðulegu mynd sem vakti mikla athygli á Cannes hátíðinni árið 1996.

Lolita(1997) Það alltaf erfitt fyrir einhvern að vera utan samfélagsins jafnvel þótt sá maður sé einungis ástfanginn af rangri stelpu. Gallinn er sá að maðurinn er miðaldra og hún er 12 ára. Þessi mynd er í raun grísk harmsaga líkt og sagan um Ödipus. Ödipus var ástfanginn af móður sinni og Humbert Humbert var ástfanginn af ólöglegu barni. Bókin frá Vladimir Nabokov var umdeild á sínum tíma og allar kvikmynda útgáfur af bókinni verða umdeildar því sagan vekur upp reiði hjá mörgum.

American History X: Kynþáttahatur er eitthvað sem hefur fylgt manninum í hundruði ára. Þetta krabbamein nútímasamfélags virðist engan enda ætla að taka. Hatrið virðist koma í bylgjum, sjáum til dæmis gagnkvæmt hatrið milli Gyðinga og araba í dag. Ég man þegar ég sá þessa mynd fyrst og var skeptískur á það að þessi mynd ætti eftir að koma með einhverja töfraformúlu fyrir vandanum. Edward Norton og nafni hans Furlong leika bræður sem búa á Venice-strönd í Los Angeles borg. Norton er sá eldri sem er að koma úr fangelsi og er þreyttur á hatrinu en Furlong er sá yngri áhrifagjarni sem er fullur eldmóð þótt hann hafi ekki hugmynd afhverju hann hatar svona mikið. Hann veit bara að hann er partur af einhverju bræðralagi sem veitir honum öryggi. Honum er sett fyrir að skrifa ritgerð um eldri bróður sinn í skólanum og sú ritgerð er hjartað í myndinni. Lokapunktur myndarinnar er svo einföld en jafnframt svo rökrétt lausn og hún hífir myndina upp á annað plan. Furlong segir í ritgerð sinni “Lífið er of stutt til að eyða því að hata, hatrið er ekki tilfinning sem gefur manni lífsfyllingu”. Stuttu seinna er hann skotinn til bana og hefur því eytt öllu sínu lífi í það að hata. Gífurlega sterk mynd sem þurfti víst að berjast fyrir, leikstjórinn Tony Kaye hótaði að hætta oft ef hann fengi ekki að ráða og Edward Norton hjálpaði honum að berjast fyrir því að gera myndina eins og hún er í dag. Skylduáhorf!

American Psycho: Bret Easton Ellis skrifaði þessa skáldsögu með áttunda áratuginn í huga líkt og tvær aðrar bækur hans Less Than Zero og Rules of Attraction(báðar hafa verið færðar í kvikmyndaformið hin árið 1987, góð mynd með Robert Downey Jr. og Rules er væntanlega á spólu núna og er víst mögnuð). American Psycho var bók sem var erfitt að breyta í kvikmyndahandrit. Bókin er svo klikkuð að fólk skalf við þá hugsun að gera mynd úr henni. Kvenréttindasamtök mótmæltu því að gerð yrði kvikmynd úr bókinni. Í bókinni er meðal annars ýmislegt sem ekki var í bókinni eins og t.d. að Bateman fjarlægir húð af konu á meðan hún er lifandi og misnotar höfuð af annarri konu, þar er greinilega komin áhrifin sem Ellis fékk frá fjöldamorðingjanum Ed Gein. Myndin var svo loks gerð af konu viti menn en var tónuð talsvert niður. Myndin fer ekki mjúkum höndum um hið svokallað Reagan-tímabil á áttunda áratugnum þar sem allt var morandi í verðbréfamiðlurum og kapítalisminn blómstraði á kostnað annarra. Það er einmitt eftirtektarvert að Bateman, sem er tákn kapítalismans sækir sér ódýrar hórur, sem eru tákn um þá sem minna mega sín í Bandaríkjunum á þeim tíma og misnotar þær. Er einhver að fatta ennþá?
Nokkuð mögnuð mynd með tvíræðum enda sem allir lendu í vandræðum með og vakti mikið umtal, var þetta allt raunverulegt eða ekki? Christian Bale er fullkominn sem Patrick Bateman og fer á kostum. Ég sakna að sjá ekki eitt atriði í myndinni sem var í bókinni. Það er þegar Bateman stelur pissustein af klósetti vefur það í súkkulaði og setur í Godiva-box og gefur kærustu sinni á fínu veitingahúsi. Hún vill ekki viðurkenna að þetta sé viðbjóður að því það kom í Godiva-boxi þannig að hún pínir það ofan í sig. Hefði verið brilliant sena sem gerir grín að “merkjafólki”.

Taxi Driver(1976): Taxi Driver er meistarverk frá Scorsese um félagslega brenglun. Robert De Niro fer á kostum sem Travis Bickle, sem er fyrrverandi Víetnamhermaður og er nokkuð skaddaður á sál. Hann starfar núna sem leigubílstjóri í drungalegri stórborg og er smá saman að missa vitið. Hann rekur kærustu sína frá sér og setur sér það markmið að hjálpa vændiskonu(Jodie Foster) til að losna undan dólgnum hennar. Hann ætlar sér einnig að drepa forsetaframbjóðanda. Þess má geta að þessi mynd er talinn vera innblástur William Hinckley, sem reyndi að drepa Ronald Reagan árið 1981 til að heilla Jodie Foster. Travis er anti-hetja því þrátt fyrir að hann er snarruglaður tekst honum samt að bjarga vændiskonunni. Sterkasta sena myndarinnar varð jafnframt klassísk. Það er senan þar sem Bickle talar í spegilinn við sjálfan sig “You talkin to me?”. Myndin var fordæmd fyrir ofbeldisdýrkun og hrottalega blóðug atriði og var bönnuð í sumum bíóhúsum í Bandaríkjunum.

The Last Temptation Of Christ: Þessi mynd er svo umdeild að ég þori ekki að tala um hana. Ég gæti orðið fyrir aðkasti í frá strangtrúuðu fólki sem trúir því ekki að það sé hægt að véfengja biblíuna á neinn hátt eða að ýja að því að Jesús hafi verið mannlegur og að það hefði kannski verið hægt að freista hans. Kannski vildi hann ekkert vera píslarvottur, kannski vildi hann venjulegt líf og vildi selja sál sína til að komast af þessum hræðilega kross og losna við þessar kvalir. Ég segi ekki meira, sjáið myndina og gerið upp ykkar eigin huga. Því ólíkt kirkjunni þá trúi ég á frjálsan huga og frjálsa skoðun og að einstaklingur megi trúa því sem hann vill eftir sinni bestu sannfæringu.

Hér eru fleiri myndir sem mætti tala um en ég nenni ekki meira:
A Clockwork Orange
Dr. Strangelove
Mississippi Burning
The Exorcist
Deliverance
Dancer In The Dark
Dead Man Walking
Happiness


-cactuz