Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

bernstein
bernstein Notandi síðan fyrir 20 árum, 2 mánuðum 126 stig

Re: Hvernig getum við aukið lífsgæði okkar?

í Deiglan fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Frændi minn býr í hjarta Silicon Valley og þar eru húsin brjálæðislega dýr, svona miðað við stærð og gæði.

Re: Kúbismi 1907 - 1920

í Myndlist fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Stúlkurnar frá Avignon er sagt vera fyrsta málverkið málað í anda kúbismans. Það var líka bylting á sínum tíma enda hafði enginn brotið raunveruleikann upp og einfaldað hann áður. Mig langar líka að bæta einu við um málverkið. Konan sem situr lengst til hægri snýr baki í okkur en á sama tíma snýr andlitið í átt til okkar. Skrýtið. Maður áttar sig heldur ekki á höndunum. Andlit kvennanna tveggja til hægri minna líka á afrískar grímur, en hinar þrjár minna á íberískar höggmyndir. Gaman að...

Re: 10. bekkjar ferðalög

í Skóli fyrir 19 árum, 11 mánuðum
Þegar ég útskrifaðist úr Brekkuskóla á Akureyri vorið 2001 fórum við til Danmerkur. Mögnuð ferð, nema hvað að um helmingur hóp- sins var rekinn heim fyrir að drekka áfengi. Mér fannst það samt bara fyndið enda var ég ekki rekinn heim. Svo höfðu kennararnir sagt ótrúlega oft að við mættum ekki drekka, þetta væri skóla- ferð og allar skólareglur giltu í henni. Gaman að segja frá þessu.

Re: Stærðfræðin

í Skóli fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Sammála. Ef þau myndu lesa STÆ 503 og reyna að skilja eitthvað í heildunarreikningi eða 1. stigs diffurjöfnum og breiðbogaföllum í STÆ 603 væri þessi grunnsk.stærðfræði algjör tittlingaskítur. Sama má segja um tónlistina. Ég tók bæði VI. og VII. stig í tón- heyrn í vetur. Eftir að hafa tekið VII. stigs prófið var VI. stigið bara piece of cake.

Re: Tökum upp nýtt kerfi!

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Þessar hugmyndir okkar eru þvílíkt mikið vesen! Hehehe. Ekki skrýtið enda kaldhæðni. En þín hugmynd gekk út á það að skipta bara um tölur. Nota radíana í stað venjulegra talna (radíanar eru líka venjulegar tölur, en þú veist hvað ég meina). Ég vildi leggja niður gamla heimilsfangakerfið og taka upp nýtt. Þetta skiptir engu máli lengur. Fólk er hvort sem er hætt að svara þessari grein. Um leið og maður kemur mér sniðuga hugmynd er bara gert lítið úr henni, þrátt fyrir kaldhæðnina. (ég er að gráta)

Re: Könnunin...

í Hljóðfæri fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Eins og einhver sagði þá þýðir heimstónlist það sama og World Music. Tónlist sem flokkast ekki undir rokk, popp, hipp hopp, jazz, klassík eða raftónlist. Þá gætum við verið að tala um tónlist frá S-Ameríku, arabalöndunum, Indlandi og allri Asíu, og Eyjaálfu. Ég er ekki viss um að svona áhugamál yrði rosalega virkt, en sjálfur væri ég alveg til í fá heimstónlistina inn á Huga. Það er ekki rassgat að gerast á mörgum áhugamálum hérna hvort sem er. En annars er ég ekkert geðveikt æstur yfir...

Re: Þriðja heimstyrjöldin er hafin !

í Deiglan fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Fyrri og Seinni Heimstyrjaldirnar voru heldur ekki HEIMSstyrjaldir. S-Ameríka, stór hluti Afríku og Asíu tóku ekki þátt í þeim, og er þá strax kominn meirihluti jarðarinnar. En ég er ósammála greinarhöfundi. Notandinn september kom með ágæt mótrök og ég þarf ekki að bæta neinu við.

Re: Stærðfræðin

í Skóli fyrir 19 árum, 12 mánuðum
Þessi grunnskólastærðfræði. Tittlingaskítur. Þið eigið eftir að fara létt með þetta.

Re: Alheimurinn stærðfræði?

í Heimspeki fyrir 19 árum, 12 mánuðum
1+1 getur ekki verið sama sem neitt annað en 2. Það gefur auga leið. Ef ég á eitt epli, og vinur minn gefur mér annað, þá á ég samtals tvö epli. Ekki eitt eða þrjú heldur tvö og aðeins tvö epli.

Re: Tökum upp nýtt kerfi!

í Deiglan fyrir 20 árum
Að númera hús er eitt. Að númera götur er annað. Þegar maður sér tvö hús hlið við hlið áttar maður sig strax á því hvar í götunni eitt ákveðið hús er. Eða svona næstum því. En þegar göturnar eru tölusettar miðað við einn fastan miðpunkt áttar maður sig strax á því hvar allar göturnar eru. Það er ágætt að hafa húsin númeruð, en ef göturnar væru líka númer miðuð við einn fastan miðpunkt… það væri frábært. Og ég er ekki að grínast, eins og í greininni.

Re: Tökum upp nýtt kerfi!

í Deiglan fyrir 20 árum
Býrðu ekki í Edmonton? Þetta er mjög sniðugt kerfi. Sérstaklega þegar það er einn miðpunktur sem hægt er að miða við. Avenue í norður-suður og street í austur-vestur. Aðeins tölur. Almennilegt.

Re: Samræmt próf í Íslensku - Ritun

í Skóli fyrir 20 árum
Hvað er völdasýki? ;) En þú ert að fara með rangt mál. Þeir voru allir jafn spilltir. Í byltingunni sjálfri voru þeir kumpánar Castro og Guevara e.t.v. boðberar frelsis, réttlætis og lýðræðis en um leið og Batista flúði mynduðu þeir snöggvast hina nýju byltingarstjórn sem var að öllu leyti ólýðræðisleg, sem lét svo fangelsa eða drepa andstæðinga sína. Þetta studdi Ché Guevara. Annars gat karlinn ekki stutt umbótastefnu (sem og dráp og fangelsanir) Castro lengi því hann fór bara í ferð til...

Re: Samræmt próf í Íslensku - Ritun

í Skóli fyrir 20 árum
Hann fór í ferðalag um S-Ameríku, en ég hef aldrei heyrt að hann hafi hjálpað fólkinu þarna. En okei, segjum bara að þú hafir rétt fyrir þér (þetta er smáatriði sem skiptir engu máli). Vegur hjálpin þá upp á móti morðunum sem hann framdi eða stóð fyrir? Morð eru bara morð, og önnur góðverk geta ekki vegið upp á móti þeim. Ef Jói myndi drepa foreldra sína og líka nokkra bláókunnuga, en taka síðan allar 5 milljónirnar sínar af bankareikningum og gefa Rauða Krossinum, væri hann þá ekki samt...

Re: könnunin

í Tíska & útlit fyrir 20 árum
Þess vegna er möguleikinn „öðruvísi“ gefinn.

Re: Samræmt próf í Íslensku - Ritun

í Skóli fyrir 20 árum
Hetjan þín er sem sagt fjöldamorðingi. Kemur. Ég hefði valið að skrifa um Bob Marley, Paul Desmond eða Dalai Lama. Marley og Desmond geta kannski ekki flokkast sem hetjur en frábærir tónlistarmenn þrátt fyrir það.

Re: bestu tónlistar mennirnir

í Hljóðfæri fyrir 20 árum
Að mínu mati er góður tónlistarmaður sá sem kann almennilega á hljóðfærið sitt, getur spilað fjölbreytta tónlist (eða flest það sem hljóðfærið býður upp á) og getur leikið af einlægni. Aðrar forsendur gilda fyrir góðum tónskáldum, það gefur auga leið. Ég á fáar uppáhaldshljómsveitir enda hlusta ég lítið þá gerð tónlistar þar sem nóg er að nefna hljómsveitina. Djassinn snýst meira um einstaklingana en hópinn, enda voru hljómsveitirnar oftar saman í styttri en lengri tíma. En...

Re: 34 uppáhalds gítarleikararnir mínir

í Músík almennt fyrir 20 árum
Django í 16. sæti!? Nei, það held ég sko ekki. H-ann var miklu betri en þessi rokkarafífl. Ætti að vera í 1. sæti. Svo hét maðurinn Django Reinhardt.

Re: Tökum upp nýtt kerfi!

í Deiglan fyrir 20 árum
Fólk er greinilega ekki að ná kaldhæðninni. Auðvitað vil ég ekkert leggja niður heimilis- föng og götunöfn og taka upp e-ð ofurflókið pólhnitakerfi í staðinn. Pólhnit eru alls ekki flókin í sjálfu sér en þegar á að fara að nota þau í staðinn fyrir heimilisföng… ekkert nema eintómt vesen. Þetta var bara hugmynd. Mér og vini mínu fannst þetta frekar skondið en okkur var aldrei alvara. Hahaha. Það var bara einn hérna, Zedlic, sem fannst þetta skemmtileg hugmynd og hugsanlega hefur hann fattað...

Re: Ég er í vandræðum með son minn

í Börnin okkar fyrir 20 árum
„Svo ég skil ekki rök þín.“ Ég rökstuddi aldrei þá skoðun mína að 7 væri sæmileg einkunn. Ég sagði „að mínu mati“ en rökstuddi það ekkert frekar. Þannig séð gaf ég þér engin rök til þess að skilja. En hér koma þau: Mér finnst 7 vera sæmileg einkunn. Allt fyrir neðan er slæmt en allt fyrir ofan er ágætt. En þetta gildir aðeins um þessi hæfilega erfiðu próf. Ef kennari myndi búa til fáranlegt próf sem væri hugsanlega ekki einu sinni úr námsefninu væri ekki hægt að nota þessi við- mið mín. En...

Re: Mitt fyrsta málverk.

í Myndlist fyrir 20 árum
Þetta er skemmtileg saga, og allar stafsetningar- og málfræðivillurnar gera hana enn skemm- tilegri. En hvernig væri að senda inn mynd af þessu málverki þínu, eða a.m.k. lýsa því?

Re: ágæt úrslit

í Raunveruleikaþættir fyrir 20 árum
Alicia er ekki sú skemmtilegasta sem hefur tekið þátt í þessum leik, en hún er svo flott. Ég er ekki mikið fyrir rosalega massaðar konur, en það samt e-ð svona við hana Aliciu. Ég hefði viljað hafa hana lengur, en hei, hverju ræð ég? Rob á alveg skilið að vinna finnst mér. Þótt hann sé yfirleitt leiðinlegur kemur hann með ágætis komment af og til, og þó svo að hann kunni að hafa svikið „vini“ sína er hann ekki minni maður fyrir vikið. Hann kann sko að spila þennan leik, svei mér þá. Ég er...

Re: MTV á Íslandi 2006?

í Deiglan fyrir 20 árum
Ég vona að þessi hátíð verði haldin hér. Ég er gjörsamlega að springa úr tilhlökkun.

Re: Ferðist af alvöru, og á eigin vegum!

í Ferðalög fyrir 20 árum
Við erum einmitt að fara til Króatíu og Ungverjalands! Lendum í Trieste á Ítalíu, keyrum þaðan til Króatíu og förum suður til Dubrovnik. Þaðan ætlum við til Zagreb og svo til Búda- pest. Þetta verður vonandi frábærar ferðir hjá okkur. En já, Spánn, ég ætla einhverntímann þangað. Kannski eftir framhaldsskólann…

Re: Pirrandi skólayfirvöld

í Skóli fyrir 20 árum
Djöfulsins vesen í þínum grunnskóla? Hvar býrðu? Þegar ég var í grunnskóla, 8.-10. bekk voru engin helvítis vandamál eða rýgur á milli kennara og nemenda (fyrir utan örfáa óþol- andi vandræðagemlinga). Svo sé ekki fyrir mér hvernig hún blokkaði akkúrat og á þig. Get bara ekki „visualizað“ það, og þ.a.l. get ég ekki sagt neitt um það. Ég vil mæla með því að þú haldir bara kjafti og reynir eftir bestu getu að læra þetta. Þó svo að þér finnst kennarinn fara hratt yfir þýðir það ekki að...

Re: Vertu góður við aðra, þá verða aðrir góðir við þig

í Deiglan fyrir 20 árum
Sæll félagi. Eins og e-r benti nú á er þetta ekki alveg rétt hjá þér. Aríar voru upphaflega þjóðflokkur sem bjó á sléttum einhversstaðar á milli Evrópu og Asíu (ef það er hægt að kalla það „á milli“). Þeir færðust svo um set alveg austur til Indlands og líka hingað til V-Evrópu. Germanir eiga því að vera Aríar að e-u leyti alveg eins og bramínar á Indlandi og Íranir. Hitler og hans kumpánar vildu meina að Germanir væru beinir afkomendur Aría, en það, eins og svo margt annað í þessu, hefur...
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok