ég er í 9unda bekk í grunnskóla og ég er að verða brjálaður á skólayfirvöldum hérna.

Í fyrsta lagi eru þau stanslaust að snúa út úr því sem maður segir eins og t.d. þegar að ég var að kvarta undan kennara sem var alltaf að bögga mig og hún fór of hratt yfir o.s.frv. og þegar ég fer til þeirra þá bara er látið líta út eins og ég væri alltaf með læti og væri með skæting og eitthvað rugl og síðan voru þau að tala allan tímann að hún væri dýr kennari og endurtóku það eiginlega bara í sona 45 mín og þá var ég alveg að drepast úr pirringi en lét það ekki sjást á mér. Pabbi minn hringdi síðan seinna og var að spurði nokkra kennara í skólanum hvort að hún væri góður kennari og allir sögðu já en þegar hann spurði hvort hún kynni að kenna en enginn sagði það. Ég er alveg að deyja því að hún er ennþá að bögga mig og skamma mig fyrir eitthvað sem ég geri ekki.

Í öðru lagi var í dag (21.04) í mötuneytinu hamborgari í matinn og með tilheyrandi slagsmálum og látum í röðinni. Síðan þegar það var búið að vera stór röð að sveiflast um því fremstu og öftustu voru alltaf að ýta á röðina þá kom aðstoðarskólastjórinn og skipti röðinni í tvennt og nema hvað ég náttúrulega mega heppinn gaur að hún blockar akkúrat mig þar sem ég stóð :@ allavega það var bara óheppni en allavega einn krakki hljóp framhjá aðstoðarskólastjóranum og inní hina röðina og hún sá hann alveg og þá spurði ég hvort að þetta mætti en þá sagði hún “Nei ég tek hann úr röðinni þegar hún kemur hingað” og ég bara okei. Síðan þegar að hann kemur að röðinni og labbar framhjá mér þá spyr ég hvort að hún ætli ekki að taka hann úr röðinni eins og hún sagðist ætla að gera en þá sagði hún “ég sagði það aldrei!” þá varð ég mjög pirraður því að hann fór bara fyrir framan alla og þannig að allir sáu það og þá sagði ég “víst”. þá bara snappar hún og öskrar á mig “ERTU AÐ GAGNRÝNA STJÓRNUN MÍNA!?!?!?!?” og ég sagði “nei” og hún róaðist smá niður og þá hætti etta strax en ég var alveg brjálaður og var að fara að kýla hana beint í andlitið (sem ég gerði ekki). Ég var mjög pirraður og fúll restina af skóladeginum.

Ég er bara að spurja hvort að einhver hafi lent í eins klikkuðum stjórnendum ?