Kvöld eitt hlakkaði mig til að fara í myndment í skólanum daginn eftir eg beið spenntur eftir að fá að fara að sofa ég horfði á sjónvarpið og las nokkrar leiðbeiningar gangvart myndlist. Mamma kom inn og sagði að ég mætti fara að sofa
Morguninn eftir vaknaði ég klukkan 7 og fór að gera mig tilbúinn undir þennann mikla dag. Vikunni á undann var kennarinn búinn að útskýra málverk og ætlaði að leyfa okkur að prófa að mála málverk þannig ég var búinn að vera spenntur alla vikuna. Ég hljóp í skólann með töskuna hangandi á bakinu, dreif mig inn og setti skóna í skóhillurnar og hljóp upp á 3.hæð í átt að myndmenntastofunni. Ég þurfti að bíða í hálftíma eftir kennaranum, en á meðan tíndust krakkarnir í bekknum mínum eitt og eitt að stofunni og settust hjá mér, Loks kom kennarinn og hleypti okkur inn svo settumst við öll niður og kennarinn las upp svo gerði hann það sem hann hafði lofað okkur og lét okkur fá blöð. Ég byrjaði á þessu samkvæmt leiðbeiningunum sem ég hafði lesið kvöldið áður og allt gekk vel í fyrsta. Einbeitingin var gífurleg ég fann hvernig svitinn lak niður ennið augun voru galopin og það mátti minnstu muna að ég braut tennurnar af því ég beit svo fast saman en þetta tókst að lokum og ég fékk 10.0 fyrir málverkið og kennarinn spurði mig hvað hann væri stór ég botnaði ekkert í því en fór síðan í næsta tíma.
Þetta er sagan af mínu fyrsta málverki!