Ég skrifaði niður ritunina mína fyrst á rissblað og
kom henni svo á prófið, hélt ég eftir blaðinu
og skrifa hana hér ykkur til lestar. Endilega segið mér
hvað ykkur fynnst.

William Hung tók Þátt í ,,American Idol“ eins og
það er kallað í útlandinu. Hann tók þátt árið 2004
í San Fransisco í Bandraíkjunum.
William mætti gallvaskur með góða skapið
í áheyrnapróf fullur þrótti og dirfsku á hótel þar
sem áheyrnin var haldin. Þegar maður sá hann fyrst
í sjónvarpi var hann að tala við Ryan, kynni þáttarins.
William sagði frá sjálfum sér og hvað hann gerði
,,það er reyndar svolítið skrýtið afhverju ég kaus að
fara í áheyrnarpróf, því aðalfagið mitt er vélvirkni
sem er gersamlega ekki tengt við tónlist” sagði hann
og hló dátt að því.
En nú er komið að aðalatriði þessarar frásagnar,
áheyrnarprófinu sjálfu. Söng hann lagið ,,She Bangs“
eftir Ricky Martin, hreyfingarnar, söngurinn dirfskan!
Allt þetta var einstakt hjá honum. En eitthvað voru
dómararnir ósammmála mér. Randy hló, Simon hristi hausinn og
neitaði að leyfa honum að halda áfram. Hérna hefðu flestir
brjálast, beðið um annað tækifæri eða krossbölvað
dómurunum. En ekki William Hung, hann sagðist hafa gefið
sitt besta og ekki sjá eftir neinu.
Fyrir það fékk hann hrós frá dómurunum.
Svekktur hélt hann heim á leið. En ævintýrið
var rétt að byrja. Sumir tóku upp sönginn hans
og komu honum á veraldarvefinn. Aðdáenda síður
spruttu upp og skoruðu á hann að taka upp plötu
og á plötufyrirtæki að gefa honum samning.
EKki leið á löngu þar til spjallþátta kóngarnir rifust
um hann og kom hann m.a. fram hjá Jay Leno. Plötuútgáfan
Fuse gaf honum samning og hann tók upp diskinn
,,Inspiration”.
Arkaði ég út í búð og keypti mér hann. Fyrir ótakmarkað
hugrekki, kjark, kuretisi og dirfsku er hann hetjan mín.
… wtf dem.