Ég skil vel ef enginn var að taka eftir því, en margir málsmetandi menn í Evrópu og USA eru að tala um að WWIII sé byrjuð. Hún byrjar ekki hefðbundið eins og aðrar, ekki lýst yfir eins og í gamla daga, enda er þessi háð örðuvísi, og það er erfitt að segja hvenær hún byrjaði. Kannski byrjaði hún þegar Osama byrjaði að berjast við Sovétmenn í Afganistan um 1980 eða með fyrstu árásunum á WTC 1993, en hún var löngu byrjuð fyrir 10 Sept. 2001.

Fyrir ofsatrúar múslíma er þetta trúarbragðastríð, svipað og krossfarirnar á miðöldum, enda er Osama með krossfara og gyðinga á heilanum(ath. þó kristni og gyðingdómur sé miklu eldri en islam í “landinu helga” þá eiga þau ekkert heima þar, skrítið !) Fyrir okkur vestræna þá er pólitískara hentugt og kannski rétt að tala um “hugmyndafræðilegt stríð” því Al Quada vill útrýma vestrænum gildum og það er barnalegt að hugsa sér að þeir setjist í (ó-)helgan stein eftir e.h. samninga eins og sumar “dúfurnar” vilja.

Og þá erum við komin með hliðstæður við síðustu heimsstyrjöld sem var svo sannarlega um hugmyndafræði, þar sem fulltrúar tveggja kerfa sem síðar þóttust ósamræmanleg, unnu saman að því að leggja að velli djöullegasta stjórnkerfi sem jörðin hefur séð.

Fréttirnar í dag, kannski sérstakelga hér á Íslandi, minna örugglega á stríðfréttirnar sem gamla fólkið man eftir, nema hvað Hitler tókst ekki að gera árs á USA. En það er um víðann völl;mannfalll í Bali, Moskva, Madrid, og óteljandi tilraunir svo sem í Amman, Manchester ofl. Við bíðum eftir því óumflýnlega, e.h. stóru sem tekst einn daginn, því þetta verður langt stríð eins og sum sem tóku yfir hundrað ár í Evrópu, við getum farið að sakna “kjarnorkufriðarins” ha ha !

Öfgamenn múslíma vilja kollvarpa vestrænum samfélögum og voru búnir að plana það löngu fyrir Bush og án Palestínuvandann, sem þeir fóru að nota eftir á þegar þeir sáu hvað það virkaði vel í áróðrinum, en vileysa Bush hefur bara hjálpað þeim.

Ástæðurnar eru trúarofstæki sem hljóta of mikinn hljómgrunn vegna lélegs ástands og atvinnuleyis í arabaríkjum, þeir hafa ekkert betra að gera. Það er verst að margir frjálslyndir(liberals) á vesturlöndum eru eins og að afsaka ofbeldisverk með því að vísa til þess að e.h. hafi orðið fyrir kúgun.

Eigum við ekki þá bara að afsaka fyrirfram e.h. sprengjuárás örorku- eða ellilífeyrisþega á tákn Íslenska stjórnkerfisins ?