Ég var að reyna að afsanna stærðfræði á minn skemmtilega heimspekilega máta. Mig langaði að reyna að afsanna stærðfræði sem fyrstþví að pælið í hve mikið heimurinn stólar á stærðfræði. Alltaf notum við reikninga í nærri því hverju sem við gerum. Pælið núna í því ef að öll stærðfræði væri á einhvern hátt röng, allt bara bull, 1+1 er ekki 2 og bara allt öðruvísi. Hvernig haldið þið að heimurinn myndi bregðast við? Það yrði allavega nokkuð stór viðbrögð. En jæja, langaði að reyna að afsanna þetta sem fyrst því að ef að stærðfræði er röng þá með hverri sekúndunni væri erfiðara fyrir heiminn að hætta að nota hana eða hvernig sem að við myndum bregðast við. Ég byrjaði nú á 1+1=2 því að það er nú undirstaða allrar stærðfræði. Síðan byrjaði ég að pæla í hve mikið af heiminum er stærðfræði. Ég skora á ykkur að lýta burt frá tölvuskerminum allt í kringum ykkur og að pæla í öllum tölunum í kringum ykkur (leng þín frá hurðinni, tími á milli andardrátts, jafna fyrir hvernig litur er af veggjunum, jafna fyrir hvert ljóstið nær etc.). Ég fann að það var svo brjálæðislega mikið hvort að allur heimurinn væri ekki stærðfræði? En ef að allur heimurinn er stærðfræði getur ekki verið neitt andlegt þannig séð. Það hlýtur þá að vera ástæða fyrir öllu ekki satt? Það verður alltaf að vera sami hluturinn beggja vegna = merkisins og þvíumlíkt. Það er ekki til neinn óendanleiki, það bara getur enginn sagt mér það. Eins og pí, (3,141592654…) ég trúi því ekki að það sé óendanlega mikið af tölum… bara mikið, mjög mikið af þeim). En pælið í að allt er stærðfræði; tilfinningar, hugsanir, líkur, samtöl, dauði, líf, hljóð og allt! Þá getum við lært allt um heimin ef að við viljum, tæki þá bara smá tíma. Ég verð samt að játa að ég trúi þessari hugdettu minni ekki einu sinni. Bara hugdetta.

Ef að einhver trúir henni eða einhver hefur sagt þetta áður endilega segið það. Þetta getur látið mann pæla virkilega lengi bara með því að stara útí heimin.