Gleymt lykilorð
Nýskráning
Forsíða

Notendur

audioslave
audioslave Notandi frá fornöld 116 stig

Re: Hvað er ?

í Gullöldin fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hitt og þetta! Nýja Best of Cat Stevens ásamt REM safnplötunni, síðan rata náttúrulega alltaf Led Zeppelin og CCR á fóninn. Ekki má heldur gleyma Strokes-Room on fire!

Re: Ræðukeppnir grunnskólanna?

í Skóli fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Ræðukeppnin var felld niður og spurningakeppnin “Nema hvað” tekin upp í staðinn. En þegar visst margar umferðir eru búnar í spurningakeppninni á hver skóli sem eftir er að útnefna einn ræðumann sem heldur ræðu sama kvöldið og spurningakeppnin er. Hans stig koma síðan inn í stig liðsins sem keppir í spurningakeppninni.

Re: Áramótin að koma

í Hátíðir fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hvað segirðu Almar? Nóg af flugeldum og kalkúnn. Maður ætti kannski bara að líta við hjá þér! Ég skal koma með salatið.

Re: Hvað fenguði í jólagjöf ?

í Tilveran fyrir 20 árum, 4 mánuðum
ég fékk átta <u>geisladiska</u> og annað not hæft Rasta.

Re: Langaði bara að segja að...

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Vonum samt að hann geti hvílt í friði, bæði í lifanda lífi og eftir dauða sinn. Var hann annars ekki að gefa út tvöfalda “best of” plötu frá sínum sólóferli, hérna fyrir jólin? P.S. “Robert Plant er ekki dáinn” vildi að það væri hægt að segja það sama um John Bonham (og vitanlega marga fleiri).

Re: Nirvana Suck

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Hvar finnur maður greinina hans Arnars Eggerts?

Re: John Frusciante

í Rokk fyrir 20 árum, 4 mánuðum
Var það ekki þannig að Chili Peppers menn fengu John til að mæta í árheyrnarpróf (eða hvað það kallast) hjá einhverri allt annarri hljómsveit. En þegar þeir heyrðu í honum þá fannst þeim hann svo góður að þeir fengu hann til liðs við sig? Eða er ég bara eitthvað að rugla? Annars ágætis grein, og maður bíður bara spenntur eftir nýrri plötu frá piparkörlunum.

Re: ccr ?!

í Gullöldin fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Þegar þú segir það þá man ég ekki eftir að hafa séð DVD disk með CCR. Á hins vegar spólu með Fogerty sem er ekki svo gömul þar sem hann syngur mörg Creedence-lög, og ég er nokkuð viss um að það hafi líka verið gefið út á DVD. Ef þú finnur einhvern góðan, geturðu þá ekki sent uppl. um það hingað inn á Gullöldina, væri nefnilega alveg til í að kaupa fá mér einn slíkan ef ég gæti.

Re: Ég elska Chandler.

í Gamanþættir fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Já, Chandler er meistarinn. Það var líka snilldar atriði þegar hann var lokaður inni í kassanum og hinir voru e-ð að rífast og þá sagði hann einhvern veginn svona: “Ég veit að þið sjáiði mig ekki svo ég vil láta ykkur vita að ég er að múna (afsakið slettuna) til að létta andrúmsloftið.”

Re: Perrabandið Trabant

í Músík almennt fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Ekkert heyrt í þeim. En hélt með þeim í Popppunkti. Þeir hefðu unnið Risaðeðluna ef dr. Gunni hefði brugðið af vananum og sagt eitthvað annað en “tvö á band”. Nú er bara að vona að Kátir piltar og Ensími mætist í úrslitunum. Annars frekar stutt grein.

Re: Topp 5 listar

í Músík almennt fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Jújú sammála þér í flestu. Gaman að sjá CCR svona ofarlega, en hefði viljað sjá John Fogerty (CCR) á listanum yfir söngvarana, þó þetta sé náttúrulega þinn listi. Síðan ertu með John Densmore (The Doors) á lista yfir bestu trommarana en sleppir mönnum eins og Keith Moon (The Who). Ég senti lista yfir mína uppáhaldssöngvara á Gullöldina fyrir einhverju síðan og læt það nægja.

Re: Viðtal við Johnny Rotten um Sid Vicious

í Músík almennt fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hvað er málið með að nota ekki kommur yfir stöfunum? Annars var fínt að lesa þetta, þó maður hafi séð margt bitastæðara. Mann mættu gera meira af þessu, að þýða svona viðtöl, bara muna að taka skýrt fram hvaðan þau koma!

Re: Dr. Gunni

í Tilveran fyrir 20 árum, 5 mánuðum
Hann á allavega góða spretti í Popppunkti. Síðan er alveg hægt að sjá húmorinn í “Homo Sapiens”.

Re: Red hot Chili Peppers

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Þeir eru klassa band og er sannalega kominn tími til þess að þeir komi hingað á klakann! Árni Heiðar Geirsson

Re: Hundaskitur

í Hugi fyrir 20 árum, 6 mánuðum
AlmarD, fyrir hvað varstu bannaður?

Re: Jan Mayen

í Íslensk Tónlist fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hvað segirðu að hún kosti?

Re: Fóstbræður

í Hugi fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Mér varð bara svo illt í maganum af Gajolinu! Man ekkert númer hvað hann er.

Re: Upphitunarhljómsveit

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Heyr, heyr. Muse og Maus í höllina. Hvenær ætli það verði tilkynnt hverjir hita upp?

Re: Ég hata Bob Dylan...

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Ég myndi ekki vera að taka þennan náunga sérlega alvarlega, því ég er nokkuð viss um að þetta sé einhver 11 ára gutti sem veit ekkert hvað hann er að segja. Varst þú annars að segja e-ð sem benti til þess að þú hataðir Dylan? Eru einhver ársgjöld í aðdáendaklúbbi Mal3?

Re: Led Zeppelin

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Stutt grein en svo sem alveg ágæt. “Lagið varð mest spilaða lag í sögu útvarps” (sagt um Stairway to heaven) Er lagið ekki það mest spilaða sem ekki hefur komið út á smáskífu, eða er ég bara e-ð að rugla?

Re: Að bíða í röð...

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
4.500 í stæði 5.500 í stúku heyrði ég

Re: Muse til Íslands

í Rokk fyrir 20 árum, 6 mánuðum
“Pabbi minn á allar biðraðir, þannig ég þarf ekki að fara í þær, fæ miða ókeypis” HrannarM erum við ekki vinir? Annars ef þú bregst mér þá kaupi ég mér bara miða!

Re: Hroki

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Hroki eða ekki hroki, er alveg nauðsynlegt að vera sífellt að vera að væla yfir þessu? Það er alveg ótrúlegt hvað þetta nafn getur farið í taugarnar á sumum.

Re: Nauðgun á Tónlist

í Músík almennt fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Já, Fugees tókst að klúðra hrikalega góðu lagi svo illa að það liggur við að maður grenji þegar maður heyrir það. Annars bara það að reyna að taka Bohemian Rhapsody er nú bara dæmt til að deyja. Queen eru náttúrulega bara snillinigar og það kemst enginn söngvari með tærnar þar sem Freddie skyldi skóna eftir.

Re: Á Motown heima hér?

í Gullöldin fyrir 20 árum, 6 mánuðum
Það er alltaf spurningin hvað maður kallar Gullöldina. Það er alls ekki hægt að alhæfa neitt þó vissulega hafi þetta áhugamál að mestu fjallað um gamalt rokk. Annars var HrannarM eitthvað að væla um að það vantaði greinar um svokallað “eðalpopp” á popp áhugamálið. Annars væri gaman að heyra hvað adminarnir segja um þetta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana. Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..
Ok