Perrabandið Trabant Mig langar aðeins að fjalla um hljómsveit sem hefur heillað mig mikið síðasta árið eða svo. Trabant er band sem er að verða eitt skemmtilegasta “live” band á landinu. Músíkin er blanda af raftónlist, rokki og mikilli tilfinningu. Nú hef ég séð þá live 6 sinnum og finnst þeir alltaf jafn skemmtilegir. Airwaves var þeirra lang besta performance hingað til af þeim sem ég hef séð, en þar fór pervertinn loksins almennilega í gang hjá þeim og ættu þeir að nota hann meira á sviðinu að mínu mati. Nú ef menn vilja kynna sér þá aðeins þá er hægt að versla Moment of Truth en þá voru eingöngu Viðar Gíslason og Þór Gröndal meðlimir. Breytingar bandsins eru að nú er þetta mun meira lifandi svo þessi diskur endurspeglar bandið ekki beint einsog það kemur fyrir í dag. Frontmaðurinn Ragnar Kjartansson er mikill listamaður og sýnir það ætíð á sviði með ótrúlegri framkomu sinni, hann og bassaleikarinn Viðar Hákon ná vel saman í sinni útfærslu af ástarleikjum samkynhneigðra karlmanna og er gimpið Þorvaldur Gröndal á trommunum í góðri umsjón hjá þeim alla tónleikana. Hlynur sér svo um að halda þessu öllu saman á sem mest framandi hátt á hljómborði sínu. En ég vil enda þetta með orðum síðunar www.inmusicwetrust.com -
“a synth heavy electronic space rock band”,

“Ekki missa af þeim áður en heimsfrægð tekur við”